Stefna á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 15:32 Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, ætlar að biðja Boris Johnson forsætisráðherra um leyfi fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en leita til dómstóla ef hann neitar. Vísir/EPA Skoska heimastjórnin stefnir á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í október á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, segist ætla að draga bresku ríkisstjórnina fyrir dómstóla reyni hún að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna. Sturgeon kynnti áform sín og Skoska þjóðaflokksins (SNP) um þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október 2023 í dag. Sagði hún að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsluna yrði lagt fram síðar en að hún ætlaði að rita Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bréf og óska eftir leyfi fyrir henni. Neiti hann þeirri bón muni skoska stjórnin leita til hæstaréttar Bretlands „Það sem ég vil ekki gera og mun aldrei gera er að leyfa skosku lýðræði að verða að fanga Boris Johnson eða einhvers annars forsætisráðherra,“ sagði Sturgeon á skoska þinginu. Fallist dómstólar ekki á kröfu Skota um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu muni SNP setja sjálfstæði Skotlands á stefnuskrána fyrir næstu þingkosningar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014 (55% gegn 45%) en töluvert vatn hefur runnið til sjávar síðan. Meirihluti Skota var þannig andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Því telja skoskir sjálfstæðissinnar tilefni til að greiða aftur atkvæði um aðskilnað frá Bretlandi. Íhaldsflokkur Johnson er alfarið á móti sjálfstæði Skotlands. Deild flokksins í Skotlandi segir að málið hafi verið endanlega til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir átta árum. Skotland Bretland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sturgeon kynnti áform sín og Skoska þjóðaflokksins (SNP) um þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október 2023 í dag. Sagði hún að frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðsluna yrði lagt fram síðar en að hún ætlaði að rita Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bréf og óska eftir leyfi fyrir henni. Neiti hann þeirri bón muni skoska stjórnin leita til hæstaréttar Bretlands „Það sem ég vil ekki gera og mun aldrei gera er að leyfa skosku lýðræði að verða að fanga Boris Johnson eða einhvers annars forsætisráðherra,“ sagði Sturgeon á skoska þinginu. Fallist dómstólar ekki á kröfu Skota um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu muni SNP setja sjálfstæði Skotlands á stefnuskrána fyrir næstu þingkosningar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014 (55% gegn 45%) en töluvert vatn hefur runnið til sjávar síðan. Meirihluti Skota var þannig andvígur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Því telja skoskir sjálfstæðissinnar tilefni til að greiða aftur atkvæði um aðskilnað frá Bretlandi. Íhaldsflokkur Johnson er alfarið á móti sjálfstæði Skotlands. Deild flokksins í Skotlandi segir að málið hafi verið endanlega til lykta leitt í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir átta árum.
Skotland Bretland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira