Ghislaine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2022 18:39 Teikning af Ghislaine Maxwell í réttarsal í nóvember. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag. Maxwell var ákærð og sakfelld fyrir aðild að brotum Jeffreys Epstein á ungum stúlkum á árunum 1994 til 2004. Hún var sökuð um að hafa fundið og tælt stúlkurnar til Epstein og jafnvel um að taka þátt í kynferðislegri misnotkun á þeim. Saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell sem er sextug. Hún hefur dúsað í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Þá hefur hún verið á sjálfsvígsvakt í fangelsinu frá því á föstudaginn. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum hefur hún lagt fram meira en hundrað kvartanir vegna skilyrða í fangelsinu. Þar á meðal hefur hún kvartað yfir óhóflegum líkamsleitum og ágengu eftirliti fangavarða meðan hún er í sturtu. Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann beið þá réttarhalda vegna ákæru um mansal. Konur sem sökuðu Epstein um kynferðisofbeldi báru vitni um að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotunum. Verjendur hennar héldu því aftur á móti fram að hún væri nú gerð að blóraböggli fyrir glæpi Epstein. Fórnarlömb Epstein og Maxwell báru vitni fyrir dómi í dag, þar á meðal Annie Farmer. Hún sagðist hafa upplifað mikla skömm eftir samskipti sín við parið. „Ekki er hægt að telja fjölda fólksins sem hefur orðið fyrir skaða,“ sagði Farmer. Sarah Ransome, eitt fórnarlamba þeirra, lýsti því fyrir dómi þegar hún reyndi að flýja eyjuna sem unglingsstúlkurnar voru fluttar á af Epstein og Maxwell. „Þú gast komið inn í dýflissuhelvíti Epstein og Maxwell en þú gast ekki farið út,“ sagði Ransome. Hún vildi meina að eina leiðin burt væri að hoppa ofan í sjóinn sem var fullur af hákörlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Maxwell var ákærð og sakfelld fyrir aðild að brotum Jeffreys Epstein á ungum stúlkum á árunum 1994 til 2004. Hún var sökuð um að hafa fundið og tælt stúlkurnar til Epstein og jafnvel um að taka þátt í kynferðislegri misnotkun á þeim. Saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell sem er sextug. Hún hefur dúsað í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Þá hefur hún verið á sjálfsvígsvakt í fangelsinu frá því á föstudaginn. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum hefur hún lagt fram meira en hundrað kvartanir vegna skilyrða í fangelsinu. Þar á meðal hefur hún kvartað yfir óhóflegum líkamsleitum og ágengu eftirliti fangavarða meðan hún er í sturtu. Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann beið þá réttarhalda vegna ákæru um mansal. Konur sem sökuðu Epstein um kynferðisofbeldi báru vitni um að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotunum. Verjendur hennar héldu því aftur á móti fram að hún væri nú gerð að blóraböggli fyrir glæpi Epstein. Fórnarlömb Epstein og Maxwell báru vitni fyrir dómi í dag, þar á meðal Annie Farmer. Hún sagðist hafa upplifað mikla skömm eftir samskipti sín við parið. „Ekki er hægt að telja fjölda fólksins sem hefur orðið fyrir skaða,“ sagði Farmer. Sarah Ransome, eitt fórnarlamba þeirra, lýsti því fyrir dómi þegar hún reyndi að flýja eyjuna sem unglingsstúlkurnar voru fluttar á af Epstein og Maxwell. „Þú gast komið inn í dýflissuhelvíti Epstein og Maxwell en þú gast ekki farið út,“ sagði Ransome. Hún vildi meina að eina leiðin burt væri að hoppa ofan í sjóinn sem var fullur af hákörlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40