Sport

Heimsmeistarinn endaði frábært HM á því að næla sér í kórónuveiruna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sarah Sjöström með gullverðlaunapening sem hún vann í 50 metra skriðsundi á HM í Búdapest.
Sarah Sjöström með gullverðlaunapening sem hún vann í 50 metra skriðsundi á HM í Búdapest. Getty/Tom Pennington

Sænska sundkonan Sarah Sjöström stóð sig frábærlega á HM í sundi í Búdapest á dögunum og kom heim með þrenn verðlaun. Það var þó ekki það eina sem hún kom heim með.

Nú segir Sjöström frá því á samfélagsmiðlum að hún hafi fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég fékk jákvæða niðurstöðu,“ skrifaði Sarah Sjöström á Instagram síðu sína.

Sjöström varð heimsmeistari í bæi 50 metra skriðsundi og í 50 metra flugsundi en hún fékk síðan silfur í 100 metra skriðsundi.

HM í sundi lauk síðastliðinn laugardag.

Sjöström, sem er 28 ára gömul, hefur þar með unnið til tuttugu verðlauna á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug á sínum ferli, tíu gull, sjö silfur og þrjú brons.

Hún á fern verðlaun frá Ólympíuleikum þar af gullverðlaun í 100 metra flugsundi á ÓL í Ríó 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×