„Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2022 22:00 Sigmundur Davíð kallar eftir skjótum aðgerðum stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. Ársverðbólga mælist nú átta komma átta prósent og hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í október 2009, þegar hún var níu komma sjö prósent. Í hagsjá Landsbankans í dag er því svo spáð að verðbólga aukist enn frekar í næsta mánuði, verði 9,5 prósent, en hjaðni svo eftir það. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stöðuna ekki koma á óvart og kallar eftir skjótum og sértækum viðbrögðum. „Vegna þess að tekjulægri hópar og ungt fólk fer iðulega verr út úr verðbólgu en aðrir. Þess vegna myndi ég leggja til aðgerðir sem ná hlutfallslega meira til þessa hóps, til að mynda að lækka skatta á matvæli sem allir þurfa á að halda, lækka skatta á eldsneyti sem flestir þurfa að nota. Það skilar sér þá hlutfallslega betur til hinna tekjulægri.“ Sigmundur vonast eftir viðbrögðum af hálfu stjórnvalda sem fyrst, en er ekki bjartsýnn. „Eins og í húsnæðismálum þá koma alls konar glærukynningar og jákvæðar yfirlýsingar um hvernig hlutirnir ættu að vera. En svo sér maður bara í aðgerðum stjórnvalda, lagasetningu, fjármálaáætlun og öðru að þessu er ekkert fylgt eftir. Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna.“ Fylgjast áfram með stöðunni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, segir að þegar sé búið að stíga mikilvæg skref til að verjast verðbólgunni, meðal annars með hækkun bóta almannatrygginga, húsnæðisbóta og greiðslu barnabótaauka. „Sannarlega þarf áfram að fylgjast með viðkvæmum hópum og unga fólkinu sem er að kaupa sér húsnæði. En við erum sannarlega búin að stíga ákveðin skref,“ segir Bjarkey. Bjarkey er formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01 Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Ársverðbólga mælist nú átta komma átta prósent og hefur ekki verið jafn mikil á Íslandi síðan í október 2009, þegar hún var níu komma sjö prósent. Í hagsjá Landsbankans í dag er því svo spáð að verðbólga aukist enn frekar í næsta mánuði, verði 9,5 prósent, en hjaðni svo eftir það. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stöðuna ekki koma á óvart og kallar eftir skjótum og sértækum viðbrögðum. „Vegna þess að tekjulægri hópar og ungt fólk fer iðulega verr út úr verðbólgu en aðrir. Þess vegna myndi ég leggja til aðgerðir sem ná hlutfallslega meira til þessa hóps, til að mynda að lækka skatta á matvæli sem allir þurfa á að halda, lækka skatta á eldsneyti sem flestir þurfa að nota. Það skilar sér þá hlutfallslega betur til hinna tekjulægri.“ Sigmundur vonast eftir viðbrögðum af hálfu stjórnvalda sem fyrst, en er ekki bjartsýnn. „Eins og í húsnæðismálum þá koma alls konar glærukynningar og jákvæðar yfirlýsingar um hvernig hlutirnir ættu að vera. En svo sér maður bara í aðgerðum stjórnvalda, lagasetningu, fjármálaáætlun og öðru að þessu er ekkert fylgt eftir. Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna.“ Fylgjast áfram með stöðunni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, segir að þegar sé búið að stíga mikilvæg skref til að verjast verðbólgunni, meðal annars með hækkun bóta almannatrygginga, húsnæðisbóta og greiðslu barnabótaauka. „Sannarlega þarf áfram að fylgjast með viðkvæmum hópum og unga fólkinu sem er að kaupa sér húsnæði. En við erum sannarlega búin að stíga ákveðin skref,“ segir Bjarkey. Bjarkey er formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm
Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01 Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01
Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. 29. júní 2022 09:09