Mátti ekki taka bjór úr hillum Árni Sæberg skrifar 30. júní 2022 15:05 ÁTVR mátti ekki fjarlægja Faxe Witbier og Faxe IPA úr bjórkælum sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. Dista stefndi ÁTVR fyrir héraðsdóm og krafðist þess að tvær ákvarðanir ÁTVR yrðu felldar úr gildi. Annars vegar ákvörðun um að Faxe Witbier væri tekinn úr sölu og hins vegar að Faxe IPA væri tekinn úr sölu. Fyrirtækið taldi ÁTVR ekki heimilt að úthluta hilluplássi í vínbúðum á grundvelli framlegðar frekar en eftirspurnar. Bjórarnir tveir falla báðir í flokkinn annar bjór en ÁTVR hafði ákveðið að fimmtíu bjórar með mesta framlegð í flokknum skyldu fá pláss í hillum vínbúða. Að loknum lágmarks sölutíma beggja bjóranna var hvorugur þeirra á lista yfir fimmtíu framlegðarmestu bjórana. Þó munaði ekki miklu. Bjórarnir voru hins vegar á lista yfir fimmtíu bjóra eftir hverjum var mest eftirspurn. Af þeim sökum taldi Dista að ÁTVR hefði brotið gegn rétti fyrirtækisins og lögum um innkaup ríkisfyrirtækisins. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Þá benti Dista á að ÁTVR skyldi gæta jafnræðis við val á vörum til innkaupa, sér í lagi í ljósi einokunarstöðu ÁTVR á áfengismarkaði. Vísaði til reglugerðar sem átti ekki stoð í lögum ÁTVR krafðist sýknu af öllum kröfum Dista og bar fyrir sig að ákvarðanir um að taka bjórana úr sölu hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög og reglur. Þá mótmælti ríkisfyrirtækið því að það hafi ekki mátt miða við framlegð við vöruval. Heimild fyrir því væri í reglugerð. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að sú reglugerð sem ÁTVR vísaði til ætti sér ekki næga stoð í lögum enda mætti ekki skerða atvinnufrelsi einstaklinga eða lögaðila með reglugerð, en dómarinn taldi að ákvæði reglugerðarinnar um framlegð skerti atvinnufrelsi Dista. Að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómurinn ekki nauðsynlegt að fjalla um aðrar hliðar málsins og felldi niður ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórana úr sölu. Þá var ÁTVR gert að greiða málskostnað Dista, 1,75 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira
Dista stefndi ÁTVR fyrir héraðsdóm og krafðist þess að tvær ákvarðanir ÁTVR yrðu felldar úr gildi. Annars vegar ákvörðun um að Faxe Witbier væri tekinn úr sölu og hins vegar að Faxe IPA væri tekinn úr sölu. Fyrirtækið taldi ÁTVR ekki heimilt að úthluta hilluplássi í vínbúðum á grundvelli framlegðar frekar en eftirspurnar. Bjórarnir tveir falla báðir í flokkinn annar bjór en ÁTVR hafði ákveðið að fimmtíu bjórar með mesta framlegð í flokknum skyldu fá pláss í hillum vínbúða. Að loknum lágmarks sölutíma beggja bjóranna var hvorugur þeirra á lista yfir fimmtíu framlegðarmestu bjórana. Þó munaði ekki miklu. Bjórarnir voru hins vegar á lista yfir fimmtíu bjóra eftir hverjum var mest eftirspurn. Af þeim sökum taldi Dista að ÁTVR hefði brotið gegn rétti fyrirtækisins og lögum um innkaup ríkisfyrirtækisins. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Þá benti Dista á að ÁTVR skyldi gæta jafnræðis við val á vörum til innkaupa, sér í lagi í ljósi einokunarstöðu ÁTVR á áfengismarkaði. Vísaði til reglugerðar sem átti ekki stoð í lögum ÁTVR krafðist sýknu af öllum kröfum Dista og bar fyrir sig að ákvarðanir um að taka bjórana úr sölu hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög og reglur. Þá mótmælti ríkisfyrirtækið því að það hafi ekki mátt miða við framlegð við vöruval. Heimild fyrir því væri í reglugerð. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að sú reglugerð sem ÁTVR vísaði til ætti sér ekki næga stoð í lögum enda mætti ekki skerða atvinnufrelsi einstaklinga eða lögaðila með reglugerð, en dómarinn taldi að ákvæði reglugerðarinnar um framlegð skerti atvinnufrelsi Dista. Að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómurinn ekki nauðsynlegt að fjalla um aðrar hliðar málsins og felldi niður ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórana úr sölu. Þá var ÁTVR gert að greiða málskostnað Dista, 1,75 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Sjá meira