Fyrsta úthlutun Elsusjóðs Elísabet Hanna skrifar 1. júlí 2022 09:30 Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir hlutu styrkinn í ár. Aðsend Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu. Elsa fæddist í Reykjavík þann 25. september árið 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá þann 10. janúar árið 2019. Í stjórn Elsusjóðs sitja Björgólfur Thorsteinsson, Lilja Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Varamenn eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Eygló Harðardóttir. „Hugsun Elsu á bak við sjóðinn er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó þar sem námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma,“ segir Lilja Guðmundsdóttir. „Bæði verkjaköst, aðgerðir og glasameðferðir geta haft áhrif á námsframvindu sem og síþreyta sem er algengur fylgifiskur sjúkdómsins. Elsa hafði sjálf kynnst áhrifum endómetríósu á sitt nám og stofnaði sjóðinn af afar fallegri hugsjón. Gjöf hennar og stofnun sjóðsins er ómetanleg og mun koma til með að hjálpa mörgum konum í háskólanámi. Tilvist sjóðsins er líka mikilvæg fyrir konur með endó, hann verður táknmynd viðurkenningar á því að endómetríósa hefur áhrif á nám.“ Ellefu sterkar umsóknir Alls bárust ellefu umsóknir í ár og samkvæmt þeim sem sáu um úthlutunina reyndist það vera vandasamt verk að velja úr umsóknunum sem bárust. Þeir þættir sem horft var til voru félagslegar aðstæður, framvinda í námi og áhrif endómetríósu á námið. Þær sem fengu styrkinn í ár eru Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir. Sjóðurinn vonast til þess að hægt verði að veita fleiri styrki í framtíðinni eftir því sem sjóðurinn mun koma til með að vaxa og dafna þar sem ljóst var að þörfin er mikil. „Við í Samtökum um endómetríósu erum þakklát Elsu og fjölskyldu hennar fyrir að láta draum hennar verða að veruleika í þágu kvenna með endó,“ segir Lilja. Samtökin um endómetríósu segja vera mikla þörf á slíkum styrkjum.Aðsend Heilsa Góðverk Kvenheilsa Tengdar fréttir Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02 Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Elsa fæddist í Reykjavík þann 25. september árið 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá þann 10. janúar árið 2019. Í stjórn Elsusjóðs sitja Björgólfur Thorsteinsson, Lilja Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Varamenn eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Eygló Harðardóttir. „Hugsun Elsu á bak við sjóðinn er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó þar sem námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma,“ segir Lilja Guðmundsdóttir. „Bæði verkjaköst, aðgerðir og glasameðferðir geta haft áhrif á námsframvindu sem og síþreyta sem er algengur fylgifiskur sjúkdómsins. Elsa hafði sjálf kynnst áhrifum endómetríósu á sitt nám og stofnaði sjóðinn af afar fallegri hugsjón. Gjöf hennar og stofnun sjóðsins er ómetanleg og mun koma til með að hjálpa mörgum konum í háskólanámi. Tilvist sjóðsins er líka mikilvæg fyrir konur með endó, hann verður táknmynd viðurkenningar á því að endómetríósa hefur áhrif á nám.“ Ellefu sterkar umsóknir Alls bárust ellefu umsóknir í ár og samkvæmt þeim sem sáu um úthlutunina reyndist það vera vandasamt verk að velja úr umsóknunum sem bárust. Þeir þættir sem horft var til voru félagslegar aðstæður, framvinda í námi og áhrif endómetríósu á námið. Þær sem fengu styrkinn í ár eru Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir. Sjóðurinn vonast til þess að hægt verði að veita fleiri styrki í framtíðinni eftir því sem sjóðurinn mun koma til með að vaxa og dafna þar sem ljóst var að þörfin er mikil. „Við í Samtökum um endómetríósu erum þakklát Elsu og fjölskyldu hennar fyrir að láta draum hennar verða að veruleika í þágu kvenna með endó,“ segir Lilja. Samtökin um endómetríósu segja vera mikla þörf á slíkum styrkjum.Aðsend
Heilsa Góðverk Kvenheilsa Tengdar fréttir Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02 Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02
Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54
Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01
Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01