Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2022 20:05 Allt þarf að vera farið af svæðinu á Laugarvatni fyrir næstu áramót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni og þeir þyrftu því að víkja af svæðinu með hjólhýsin og allt sem þeim fylgir sem allra fyrst og í allra síðasta lagi um áramótin. „Svæðið eins og það er uppfyllir engan vegin kröfur, sem eru gerðar hvað varðar öryggi staða þar sem fólk dvelur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni gerði Bláskógabyggð ýmis tilboð gegn því að fá að vera áfram á svæðinu, eins og að greiða allan kostnað vegna endurbóta á svæðinu en því var alfarið hafnað. „Það er ekki verið að taka þessa á ákvörðun af því að sveitarstjórn vilji gera fólki eitthvað illt. Ástandið eins og það er þarna núna er bara ekki viðunandi, öryggi er ekki tryggt og sveitarfélagið ætlar ekki að fara í aðgerðir til að greiða kostnað við það,“ bætir Ásta við. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er hljóðið í eigendum hjólhýsanna á Laugarvatni? „Ég ætla bara að lýsa vonbrigðum og við erum sár. Fólk er bara niðurbrotið, þetta hefur gríðarleg andleg áhrif á fólkið. Líka það að það skuli vera annað hjólhýsasvæði risið þarna á sama tíma og það er verið að bola okkur í burtu úr sveitarfélaginu. Við töldum okkur skipta meira máli,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Og hér á Hrafnhildur við hjólhýsasvæðið í Úthlíð. Og þú ert með regnhlíf og himnarnir gráta eða hvað? „Já, þeir gráta með okkur og það er ekki í fyrsta sinn, sem þeir gera það og vonandi getur svo sólin skinið með okkur og sveitarstjórn og allir lifað í sátt og samlyndi. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerð sveitarstjórnar þar sem hjólhýsamálið var m.a. tekið fyrir 29. júní 2022.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni og þeir þyrftu því að víkja af svæðinu með hjólhýsin og allt sem þeim fylgir sem allra fyrst og í allra síðasta lagi um áramótin. „Svæðið eins og það er uppfyllir engan vegin kröfur, sem eru gerðar hvað varðar öryggi staða þar sem fólk dvelur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni gerði Bláskógabyggð ýmis tilboð gegn því að fá að vera áfram á svæðinu, eins og að greiða allan kostnað vegna endurbóta á svæðinu en því var alfarið hafnað. „Það er ekki verið að taka þessa á ákvörðun af því að sveitarstjórn vilji gera fólki eitthvað illt. Ástandið eins og það er þarna núna er bara ekki viðunandi, öryggi er ekki tryggt og sveitarfélagið ætlar ekki að fara í aðgerðir til að greiða kostnað við það,“ bætir Ásta við. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er hljóðið í eigendum hjólhýsanna á Laugarvatni? „Ég ætla bara að lýsa vonbrigðum og við erum sár. Fólk er bara niðurbrotið, þetta hefur gríðarleg andleg áhrif á fólkið. Líka það að það skuli vera annað hjólhýsasvæði risið þarna á sama tíma og það er verið að bola okkur í burtu úr sveitarfélaginu. Við töldum okkur skipta meira máli,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Og hér á Hrafnhildur við hjólhýsasvæðið í Úthlíð. Og þú ert með regnhlíf og himnarnir gráta eða hvað? „Já, þeir gráta með okkur og það er ekki í fyrsta sinn, sem þeir gera það og vonandi getur svo sólin skinið með okkur og sveitarstjórn og allir lifað í sátt og samlyndi. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerð sveitarstjórnar þar sem hjólhýsamálið var m.a. tekið fyrir 29. júní 2022.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira