Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 13:00 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Vísir Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim. Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim.
Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira