Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 14:10 Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta eiga greiða leið inn á fasteignamarkað á kostnað fyrstu kaupenda. Bylgjan Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall. Þetta sagði Elvar, sem er löggiltur fasteignasali hjá Valborgu fasteignasölu, í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir stöðuna á íslenskum fasteignamarkaði mjög ójafna og þar halli mikið á fyrstu kaupendur. Undanfarnar vikur hefur hann verið að aðstoða son sinn við að kaupa sér fasteign og yfir þetta tímabil hafi hann séð ákveðið mynstur. Fyrstu kaupendur komust ekki að af því fjárfestar gátu yfirboðið og staðgreitt fasteignir. Seðlabankastjóri geri illt verra Elvar segir að síðastliðna þrjá mánuði sé búið að innleysa sjö milljarða í verðbréfasjóðum og telur hann að hver einasta króna í þessum sjóðum hafi farið í að kaupa fasteignir. Þannig væru einstaklingar að leysa út peninga sína úr verðbréfum til að binda þá í fasteignum sem væru að seljast á yfirverði. „Þegar þetta er að gerast mætir Seðlabankastjóri á hvítum hesti og segist ætla að bjarga fasteignakaupendum, hækka vexti og lækka lánshlutfall fyrir fyrstu kaupendur, sem komust ekki að hvort eð er,“ segir Elvar. Þá segist Elvar hafa séð það snemma að þessar eignir væru að fara að mestu leyti til fjárfesta. Það væri ljóst þegar maður sæi að eignirnar hafi selst á yfirverði og þær hafi verið staðgreiddar. Fyrstu kaupendur væru ekkert að staðgreiða fyrstu eignir, þeir þyrftu 80 til 90 prósenta lán. „Þetta var orðinn ójafn leikur og mér finnst seðlabankastjóri hafa gert hann enn ójafnari með nýjustu vendingum,“ segir Elvar og bætir við að það sé mikilvægt að Seðlabankinn viðhaldi jafnvægi af því það væri svo vont að búa í samfélagi þar sem forsendur breytist á skömmum tíma. Fjármagnstekjuskattur af leigutekjum of lítill „Þessi leikur verður enn ójafnari með því að fyrstu kaupendum er ýtt til hliðar með því að lækka lánshlutfallið og hækka vextina þannig að það eru færri þeirra sem komast að. Leikurinn er gerður auðveldari fyrir fjárfesta af því þeir eru ekki lengur að bítast um eignirnar við fyrstu kaupendur.“ Aðspurður hvernig væri hægt að bæta úr þessu sagði Elvar að það væri snúið verkefni. Eina stýritækið sem seðlabankinn hafi væri að hækka og lækka vexti, hann gæti ekki gert neitt annað. Til þess að stöðva þessa þróun telur Elvar þurfa að breyta því að þeir sem séu að leigja út fasteignir þurfi ekki að borga nema 11 prósent fjármagnstekjuskatt. „Það eru hvergi lægri skattar á neinar tekjur en leigutekjur.“ Elvar telur mögulega lausn við þessu væri að hækka fjármagnstekjuskatt á leigutekjur eða þá að setja takmörk á það hvað fólk má eiga mikið af eignum í útleigu. Of háir vextir stærsta vandamál fasteignamarkaðarins Þá segir Elvar að of háir vextir séu engin nýlunda á íslenskum fasteignamarkaði og þeir hafi raun alltaf verið of háir. „Vextir á íslenskum fasteignamarkaði hafa alltaf verið alltof háir. Að hluta til er það vegna þess að fjárfestar hafa verið ofaldir á því að þeir hafa ekkert þurft að taka mikla áhættu til að fá góða ávöxtun af því vextir hafa alltaf verið svo háir.“ „Menn hafa í gegnum tíðina getað sett peningana sína í banka, ávaxtað þá vel þar og þar af leiðandi þurfa bankarnir að krefjast hærri vaxta á móti. Þetta hefur verið langlangtstærsta vandamál fasteignamarkaðarins, frá upphafi nánast, alveg frá 1989 þegar Ólafslögin voru sett og verðtryggingin var sett á,“ segir Elvar. Hlusta má á viðtalið við Elvar í heild sinni í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Þetta sagði Elvar, sem er löggiltur fasteignasali hjá Valborgu fasteignasölu, í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir stöðuna á íslenskum fasteignamarkaði mjög ójafna og þar halli mikið á fyrstu kaupendur. Undanfarnar vikur hefur hann verið að aðstoða son sinn við að kaupa sér fasteign og yfir þetta tímabil hafi hann séð ákveðið mynstur. Fyrstu kaupendur komust ekki að af því fjárfestar gátu yfirboðið og staðgreitt fasteignir. Seðlabankastjóri geri illt verra Elvar segir að síðastliðna þrjá mánuði sé búið að innleysa sjö milljarða í verðbréfasjóðum og telur hann að hver einasta króna í þessum sjóðum hafi farið í að kaupa fasteignir. Þannig væru einstaklingar að leysa út peninga sína úr verðbréfum til að binda þá í fasteignum sem væru að seljast á yfirverði. „Þegar þetta er að gerast mætir Seðlabankastjóri á hvítum hesti og segist ætla að bjarga fasteignakaupendum, hækka vexti og lækka lánshlutfall fyrir fyrstu kaupendur, sem komust ekki að hvort eð er,“ segir Elvar. Þá segist Elvar hafa séð það snemma að þessar eignir væru að fara að mestu leyti til fjárfesta. Það væri ljóst þegar maður sæi að eignirnar hafi selst á yfirverði og þær hafi verið staðgreiddar. Fyrstu kaupendur væru ekkert að staðgreiða fyrstu eignir, þeir þyrftu 80 til 90 prósenta lán. „Þetta var orðinn ójafn leikur og mér finnst seðlabankastjóri hafa gert hann enn ójafnari með nýjustu vendingum,“ segir Elvar og bætir við að það sé mikilvægt að Seðlabankinn viðhaldi jafnvægi af því það væri svo vont að búa í samfélagi þar sem forsendur breytist á skömmum tíma. Fjármagnstekjuskattur af leigutekjum of lítill „Þessi leikur verður enn ójafnari með því að fyrstu kaupendum er ýtt til hliðar með því að lækka lánshlutfallið og hækka vextina þannig að það eru færri þeirra sem komast að. Leikurinn er gerður auðveldari fyrir fjárfesta af því þeir eru ekki lengur að bítast um eignirnar við fyrstu kaupendur.“ Aðspurður hvernig væri hægt að bæta úr þessu sagði Elvar að það væri snúið verkefni. Eina stýritækið sem seðlabankinn hafi væri að hækka og lækka vexti, hann gæti ekki gert neitt annað. Til þess að stöðva þessa þróun telur Elvar þurfa að breyta því að þeir sem séu að leigja út fasteignir þurfi ekki að borga nema 11 prósent fjármagnstekjuskatt. „Það eru hvergi lægri skattar á neinar tekjur en leigutekjur.“ Elvar telur mögulega lausn við þessu væri að hækka fjármagnstekjuskatt á leigutekjur eða þá að setja takmörk á það hvað fólk má eiga mikið af eignum í útleigu. Of háir vextir stærsta vandamál fasteignamarkaðarins Þá segir Elvar að of háir vextir séu engin nýlunda á íslenskum fasteignamarkaði og þeir hafi raun alltaf verið of háir. „Vextir á íslenskum fasteignamarkaði hafa alltaf verið alltof háir. Að hluta til er það vegna þess að fjárfestar hafa verið ofaldir á því að þeir hafa ekkert þurft að taka mikla áhættu til að fá góða ávöxtun af því vextir hafa alltaf verið svo háir.“ „Menn hafa í gegnum tíðina getað sett peningana sína í banka, ávaxtað þá vel þar og þar af leiðandi þurfa bankarnir að krefjast hærri vaxta á móti. Þetta hefur verið langlangtstærsta vandamál fasteignamarkaðarins, frá upphafi nánast, alveg frá 1989 þegar Ólafslögin voru sett og verðtryggingin var sett á,“ segir Elvar. Hlusta má á viðtalið við Elvar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Fasteignamarkaður Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira