Dómarar ósáttir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 14:27 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Dómarafélag Íslands er ósátt við að kjör félagsmanna rýrni eftir að tilkynnt var um að laun helstu ráðamanna og embættismanna ríkisins hafi verið ofgreidd undanfarin þrjú ár. Formaður félagsins segir að dómarar muni leita réttar síns vegna málsins. Tilkynnt var í dag að vegna þess að miðað hafi verið við vitlaust viðmið við útreikning árlegra launabreytinga helstu ráðamanna og embættismanna þjóðarinnar hafi þeir fengið ofgreidd laun undanfarin þrjú ár. Reiknað er með að um alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga. Gerð verður krafa um að ofgreiddu launin verði endurgreidd. Dómarafélagið segir í yfirlýsingu sem birt er á Facebook-síðu Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og formann Dómarafélagsins, að í þessu felist einhliða og afturvirk skerðing á kjörum dómara. Í samtali við Vísi segir Kjartan Bjarni að dómarar muni að óbreyttu leita réttars síns vegna málsins. Vísar hann í skýrt dómafordæmi um að launþegum beri ekki að endurgreiða ofgreidd laun hafi þeir þegið þau í góðri trú. Í yfirlýsingu Dómarafélagsins segir einnig að verið sé að vega að rétti borgara til réttlátrar málsmeðferðar. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ skrifar Kjartan Bjarni á Facebook. Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu. Dómstólar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Tilkynnt var í dag að vegna þess að miðað hafi verið við vitlaust viðmið við útreikning árlegra launabreytinga helstu ráðamanna og embættismanna þjóðarinnar hafi þeir fengið ofgreidd laun undanfarin þrjú ár. Reiknað er með að um alls hafi um 105 milljónir verið ofgreiddar til 260 einstaklinga. Gerð verður krafa um að ofgreiddu launin verði endurgreidd. Dómarafélagið segir í yfirlýsingu sem birt er á Facebook-síðu Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og formann Dómarafélagsins, að í þessu felist einhliða og afturvirk skerðing á kjörum dómara. Í samtali við Vísi segir Kjartan Bjarni að dómarar muni að óbreyttu leita réttars síns vegna málsins. Vísar hann í skýrt dómafordæmi um að launþegum beri ekki að endurgreiða ofgreidd laun hafi þeir þegið þau í góðri trú. Í yfirlýsingu Dómarafélagsins segir einnig að verið sé að vega að rétti borgara til réttlátrar málsmeðferðar. „Þessi aðgerð setur alla sem reka mál á hendur ríkinu í þá stöðu að eiga von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta. Þar með eru borgararnir sviptir réttlátri málsmeðferð og því að geta borið mál sín undir sjálfstæðan og óvilhallan dómstól í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu,“ skrifar Kjartan Bjarni á Facebook. Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.
Yfirlýsing dómarafélagsins Dómarafélag Íslands mótmælir harðlega ólögmætri ákvörðun fjármálaráðherra um einhliða og afturvirka skerðingu á kjörum dómara. Ákvörðunin er í andstöðu við gildandi lög um launakjör dómara og með henni er vegið að rétti borgaranna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Aðgerðirnar fela í sér atlögu framkvæmdavaldsins að dómsvaldinu sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri réttarsögu.
Dómstólar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin. 1. júlí 2022 12:34