Áslaug Arna segir gagnrýni málfræðings „dæmigert kerfissvar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 15:59 Ríkisráðsfundur á Bessastöðum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólamálaráðherra, gefur lítið fyrir gagnrýni á starfsauglýsingu ráðuneytis síns þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði. Íslenskuprófessor telur auglýsinguna brjóta í bága við lög. Ráðherra segir á Facebook að hún ætli að kanna betur hvort auglýsingin brjóti í bága við lög en hún sé „eðlilegt skref í takt við tímann“ Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið birti starfsauglýsingu fyrir starf talnaspekings á vef sínum síðasta mánudag þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði fyrir starfinu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýndi auglýsinguna í gær og sagðist efast um að hún stæðist lög um íslenska tungu og táknmál. Kallar gagnrýni „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna hefur nú svarað Eiríki og segir gagnrýni hans dæmi um „dæmigert kerfissvar“ sem snúi ekki að því hvernig eigi að stjórna eða hafa lög og reglur heldur sé dæmi um íhaldssemi. Ennfremur segir hún í færslunni að hún telji „óþarfa að útiloka þá sem ekki tala fullkomna íslensku frá störfum sem þessum þar sem unnið er með tölur en ekki tungumálið.“ Hér á landi séu yfir 50.000 erlendir ríkisborgarar og það hljóti að vera óhætt og eðlilegt skref að þau hafi aðgang að störfum hjá hinu opinbera þar sem hægt er að koma því við. Hún segist vissulega ætla að kanna betur hvort auglýsingin standist ekki lög. Reynist það svo að auglýsingin standist ekki lög telur hún að „krafan um íslensku sé tekin lengra en nauðsynlegt er með hliðsjón af meðalhófi og jafnræði.“ Að lokum segir hún að samkeppnishæfni Íslands sem þjóðar skipti öllu máli og að þjóðin virki allan mannauð samfélagsins og hreyfist í takt við tímann. „Þær áskoranir eiga alveg samleið með að varðveita fallega tungumálið okkar, íslenskuna.“ Íslenska á tækniöld Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00 Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið birti starfsauglýsingu fyrir starf talnaspekings á vef sínum síðasta mánudag þar sem íslenskukunnátta var ekki skilyrði fyrir starfinu. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýndi auglýsinguna í gær og sagðist efast um að hún stæðist lög um íslenska tungu og táknmál. Kallar gagnrýni „dæmigert kerfissvar“ Áslaug Arna hefur nú svarað Eiríki og segir gagnrýni hans dæmi um „dæmigert kerfissvar“ sem snúi ekki að því hvernig eigi að stjórna eða hafa lög og reglur heldur sé dæmi um íhaldssemi. Ennfremur segir hún í færslunni að hún telji „óþarfa að útiloka þá sem ekki tala fullkomna íslensku frá störfum sem þessum þar sem unnið er með tölur en ekki tungumálið.“ Hér á landi séu yfir 50.000 erlendir ríkisborgarar og það hljóti að vera óhætt og eðlilegt skref að þau hafi aðgang að störfum hjá hinu opinbera þar sem hægt er að koma því við. Hún segist vissulega ætla að kanna betur hvort auglýsingin standist ekki lög. Reynist það svo að auglýsingin standist ekki lög telur hún að „krafan um íslensku sé tekin lengra en nauðsynlegt er með hliðsjón af meðalhófi og jafnræði.“ Að lokum segir hún að samkeppnishæfni Íslands sem þjóðar skipti öllu máli og að þjóðin virki allan mannauð samfélagsins og hreyfist í takt við tímann. „Þær áskoranir eiga alveg samleið með að varðveita fallega tungumálið okkar, íslenskuna.“
Íslenska á tækniöld Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00 Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. 30. júní 2022 21:00
Efast um að ný starfsauglýsing Áslaugar Örnu samræmist lögum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, efast um að starfsauglýsing sem birtist á vef háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins síðasta mánudag samræmist lögum um stöðu íslenskrar tungu og táknmáls. Ráðherra deildi auglýsingunni í gær og stærði sig af því að þarna væri í fyrsta skipti auglýst starf í íslensku ráðuneyti þar sem íslenskukunnátta væri ekki skilyrði. 30. júní 2022 14:40