Alex var í byrjunarliði Öster og heimamenn tóku forystuna eftir rúmlega hálftíma leik. Gestirnir í Skovde fóru þó með 1-2 forystu inn í hálfleikinn eftir að liðið skoraði tvö mörk með stuttu millibili undir lok fyrri hálfleiksins.
Alex og félgara jöfnuðu metin eftir klukkutíma leik áður en Alex var tekinn af velli á 67. mínútu. Gestirnir tóku þá forystuna á ný með marki þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.
Hiti 'var í mönnum undir loka leiks og tvö rauð spjöld fóru á loft á lokamínútunum, eitt á hvort lið. Það hafði þó ekki áhrif á niðurstöðu leiksins og niðurstaðan því 2-3 sigur Skovde.
Skovde og Öster sitja nú í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tólf umferðum er lokið. Skovde hefur 21 stig í fjórða sæti og Öster 20 í því fimmta.