Þróttur sendir frá sér yfirlýsingu eftir N1 mótið: „Framkoma sem á ekki að sjást“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2022 21:00 N1-mótið á Akureyri er eitt stærsta barnamót landsins. Tröll.is Knattspyrnudeild Þróttar hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að félagið ákvað að senda eitt af liðum sínum ekki í kappleik um sæti á mótinu. Þróttur og FH áttu að mætast í leik um 5. sæti N1 mótsins, en lið Þróttar mætti ekki til leiks. Því var gripið til þess ráðs að foreldrar skyldu leika gegn FH-ingum þennan lokaleik mótsins. Í kjölfarið var félagið sakað um það að hafa ekki mætt til leiks þar sem foreldrum leikmanna hafi þótt liðsmenn FH svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Knattspyrnudeild Þróttar hefur hins vegar sen frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er svarað, en þar kemur meðal annars fram að félaginu hafi þótt ábyrgðaraðilar mótsins hafa brugðist skyldum sínum þegar leikir fóru úr böndunum. „N1 mótið er einstakur viðburður þar sem ungir keppendur fá að njóta sín í að etja kappi í heiðarlegri og fallegri keppni við jafnaldra,“ segir í yfirlýsingu Þróttar. „Knattspyrnufélagið Þróttur er þakklátt fyrir frábært skipulag á mótinu en vill þó koma skilaboðum á framfæri til mótstjórnar N1 mótsins jafnt sem annarra mótshaldara. Á mótinu sýndi lið framkomu sem ekki á að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins. Þegar slíkt gerist er það ábyrgðaraðila, s.s. þjálfara, dómara og mótstjórnar, að grípa inn í. Þeirra er að skakka leikinn, róa, styðja og leiðbeina þeim sem eru úr jafnvægi. Ef það er ekki gert, þá er hætta á að hinn fagri leikur snúist upp í andhverfu sína. Því miður fór svo á þessu frábæra móti að ábyrgðaraðilar brugðust þegar leikir fóru úr böndunum. Knattspyrnufélagið Þróttur harmar að ekki hafi verið tekið strax á málum, öllum til heilla. Félagið tók í kjölfarið ákvörðun um að senda ekki eitt af liðum sínum í kappleik um sæti á mótinu. Var það mat yfirþjálfara og þjálfara félagsins að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að taka þátt í leik sem snérist um eitthvað allt annað en fótbolta.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þróttar að loknu N1-móti. pic.twitter.com/tjlgQxqMIU— Þróttur (@throtturrvk) July 2, 2022 Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Akureyri Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Þróttur og FH áttu að mætast í leik um 5. sæti N1 mótsins, en lið Þróttar mætti ekki til leiks. Því var gripið til þess ráðs að foreldrar skyldu leika gegn FH-ingum þennan lokaleik mótsins. Í kjölfarið var félagið sakað um það að hafa ekki mætt til leiks þar sem foreldrum leikmanna hafi þótt liðsmenn FH svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Knattspyrnudeild Þróttar hefur hins vegar sen frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er svarað, en þar kemur meðal annars fram að félaginu hafi þótt ábyrgðaraðilar mótsins hafa brugðist skyldum sínum þegar leikir fóru úr böndunum. „N1 mótið er einstakur viðburður þar sem ungir keppendur fá að njóta sín í að etja kappi í heiðarlegri og fallegri keppni við jafnaldra,“ segir í yfirlýsingu Þróttar. „Knattspyrnufélagið Þróttur er þakklátt fyrir frábært skipulag á mótinu en vill þó koma skilaboðum á framfæri til mótstjórnar N1 mótsins jafnt sem annarra mótshaldara. Á mótinu sýndi lið framkomu sem ekki á að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins. Þegar slíkt gerist er það ábyrgðaraðila, s.s. þjálfara, dómara og mótstjórnar, að grípa inn í. Þeirra er að skakka leikinn, róa, styðja og leiðbeina þeim sem eru úr jafnvægi. Ef það er ekki gert, þá er hætta á að hinn fagri leikur snúist upp í andhverfu sína. Því miður fór svo á þessu frábæra móti að ábyrgðaraðilar brugðust þegar leikir fóru úr böndunum. Knattspyrnufélagið Þróttur harmar að ekki hafi verið tekið strax á málum, öllum til heilla. Félagið tók í kjölfarið ákvörðun um að senda ekki eitt af liðum sínum í kappleik um sæti á mótinu. Var það mat yfirþjálfara og þjálfara félagsins að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að taka þátt í leik sem snérist um eitthvað allt annað en fótbolta.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þróttar að loknu N1-móti. pic.twitter.com/tjlgQxqMIU— Þróttur (@throtturrvk) July 2, 2022
Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Akureyri Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Sjá meira