Jón Dagur var orðaður við urmul félaga eftir að hafa runnið á samningi í Danmörku en um helgina kom í ljós að Belgía væri líklegasti áfangastaður landsliðsmannsins.
Hinn 23 ára gamli Jón Dagur skrifar undir þriggja ára samning við Leuven sem rétt missti af sæti í úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Rúnar Alex Rúnarsson lék með liðinu á láni frá Arsenal þá og ljóst er að það verður að minnsta kosti einn Íslendingur í herbúðum liðsins á komandi leiktíð.
Jón Dagur á að baki 21 A-landsleik fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim fjögur mörk, tvö af þeim komu í júní síðastliðnum.