„Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. júlí 2022 19:30 Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon er viss um það að Cecilía Rán taki við aðalmarkmannsstöðunni í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Vísir/Sigurjón Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur samið við stórlið Bayern München til ársins 2026 í þýska boltanum. Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon segir að liðið hafi lengi verið á eftir Cecilíu, sem á framtíðina fyrir sér í íslenska landsliðinu. „Bayern München var á eftir henni fyrir tveimur árum og þeir vildu fá hana til að spila með 19 ára liðinu. En eftir góðan fund þá töldum við það ekki vera það skref sem við töldum vera best fyrir hana þannig það var slegið af borðinu,“ sagði markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon í samtali við Stöð 2 í dag. „Bianca, sem er svona „sports director“ þarna, hún bara elskar hana og var að fylgjast með henni og hringja í mann og spurjast fyrir um hana einu sinni í mánuði liggur við. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart.“ Hin 18 ára gamla Cecilía Rán er hluti af íslenska landsliðshópnum sem mætir til leiks á EM kvenna í knattpyrnu þann 10. júlí. Hún gekk í raðir Bayern í janúar á þessu ári, en þá á láni frá enska félaginu Everton. Áður hafði hún verið á láni hjá Örebro í Svíþjóð eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki hér á landi. Þorsteinn þjálfaði Cecilíu fyrst þegar hún var mjög ung, en hann segist fljótlega hafa séð hvað í henni bjó. „Það var eiginlega það fyrsta sem ég horfði á var stærðin. Fyrstu tvo mánuðina gerði maður sér grein fyrir því hvað hún gæti orðið og þá varð ég að setjast niður og byrja að skipuleggja hvernig við myndum þjálfa hana af því að það er mjög erfitt að þjálfa svona háa markmenn.“ „En sem betur fer þá var hún að bregðast vel við öllu og tók þetta all-in. Það skipti ekki máli hvort það var laugardagur eða mánudagur, eða hvort að það var sól eða rigning eða snjókoma. Við vorum úti fjóra til sex daga vikunnar. Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar.“ Cecilía á að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands og átta með A-landsliðinu. Aðspurður að því hvort Cecilía sé framtíðarmarkvörður íslenska landsliðsins var Þorsteinn ekki lengi að svara. „Já,“ sagði Þorsteinn að lokum, viss í sinni sök. Klippa: Cecilía Rán semur við Bayern til 2026 Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
„Bayern München var á eftir henni fyrir tveimur árum og þeir vildu fá hana til að spila með 19 ára liðinu. En eftir góðan fund þá töldum við það ekki vera það skref sem við töldum vera best fyrir hana þannig það var slegið af borðinu,“ sagði markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon í samtali við Stöð 2 í dag. „Bianca, sem er svona „sports director“ þarna, hún bara elskar hana og var að fylgjast með henni og hringja í mann og spurjast fyrir um hana einu sinni í mánuði liggur við. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart.“ Hin 18 ára gamla Cecilía Rán er hluti af íslenska landsliðshópnum sem mætir til leiks á EM kvenna í knattpyrnu þann 10. júlí. Hún gekk í raðir Bayern í janúar á þessu ári, en þá á láni frá enska félaginu Everton. Áður hafði hún verið á láni hjá Örebro í Svíþjóð eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki hér á landi. Þorsteinn þjálfaði Cecilíu fyrst þegar hún var mjög ung, en hann segist fljótlega hafa séð hvað í henni bjó. „Það var eiginlega það fyrsta sem ég horfði á var stærðin. Fyrstu tvo mánuðina gerði maður sér grein fyrir því hvað hún gæti orðið og þá varð ég að setjast niður og byrja að skipuleggja hvernig við myndum þjálfa hana af því að það er mjög erfitt að þjálfa svona háa markmenn.“ „En sem betur fer þá var hún að bregðast vel við öllu og tók þetta all-in. Það skipti ekki máli hvort það var laugardagur eða mánudagur, eða hvort að það var sól eða rigning eða snjókoma. Við vorum úti fjóra til sex daga vikunnar. Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar.“ Cecilía á að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands og átta með A-landsliðinu. Aðspurður að því hvort Cecilía sé framtíðarmarkvörður íslenska landsliðsins var Þorsteinn ekki lengi að svara. „Já,“ sagði Þorsteinn að lokum, viss í sinni sök. Klippa: Cecilía Rán semur við Bayern til 2026
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti