Son upplifði erfiða tíma í Þýskalandi: Ánægður með að sjá þá gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 13:30 Nú vitum við aðeins meira um af hverju Son Heung-min var svona rosalega kátur þegar hann skoraði á móti Þýskalandi á HM 2018. EPA-EFE/DIEGO AZUBEL Markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min, hefur sagt frá mjög erfiðum tíma í hans lífi þegar framherjinn öflugi var ungur leikmaður í Þýskalandi. Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015. Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð. Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022 Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi. „Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min. „Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son. .@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022 Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu. „Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son. Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Son kom í akademíuna hjá Hamburg þegar hann var sautján ára gamall eða árið 2009. Hann var þar allt til þess að hann fór yfir til Bayer Leverkusen árið 2013. Son hefur síðan verið leikmaður Tottenham frá árinu 2015. Son hefur vaxið og dafnað sem knattspyrnumaður og er nú kominn í hóp bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa skorað 23 mörk á síðustu leiktíð. Korean #football icon #SonHeungmin has disclosed facing #racism as a teenager in #Germany, an experience that made the national team's upset #victory over Germany at the 2018 #FIFA #WorldCup that much sweeter for the star. https://t.co/3W6sLkc8Tn— The Korea Times (@koreatimescokr) July 5, 2022 Hann var staddur á viðburði í höfuðborg Suður-Kóreu, Seoul, þegar hann ræddi þessi erfiðu táningsár sín í Þýskalandi. „Ég kom mjög ungur til Þýskalands og þurfti að ganga í gegnum mjög erfiðar og óhugsandi aðstæður,“ sagði Son Heung-min. „Ég varð þarna fórnarlamb mikilla kynþáttaformdóma og þurfti af þeim sökum að upplifa ömurlega tíma. Ég hugsaði þá mikið um að ná að hefna mín einhvern daginn,“ sagði Son. .@SpursOfficial's Son Heung-min says he faced racism as teen in Germany Read: https://t.co/KXVIl5HQlj pic.twitter.com/3AXzXCU1LT— TOI Sports (@toisports) July 5, 2022 Dagur hefndarinnar rann upp 27. júní 2018. Þá skoraði Son í 2-0 sigri Suður-Kóreu á Þýskalandi á HM sem varð til þess að Þjóðverjar komust ekki upp úr sínum riðli. Þjóðverjar voru þarna ríkjandi heimsmeistarar og árangur mikið áfall fyrir þýska knattspyrnu. „Þegar fólk grætur þá vil ég hugga það. Þegar ég sá Þjóðverjana gráta þá var ég ánægður því mér fannst eins og hefði náð að hefna mín,“ sagði Son. Son hefur ekki sloppið við rasisma í Englandi. Á síðasta ári voru átta menn handteknir fyrir rasísk ummæli á Twitter og fréttir um kynþáttafordóma áberandi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira