Margrét ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2022 12:55 Margrét Jónasdóttir hefur störf á RÚV 1. september. Aðsend Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV. Hún mun hafa faglega umsjón með innkaupum og framleiðslu á heimildaefni. Jafnframt mun hún leiða, í samstarfi við dagskrárstjóra,hugmyndavinnu, þróun, framleiðslu, kaup, stefnumótun, gæðamat og gæðeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp. Í tilkynningu segir að meðal fyrirhugaðra verkefna sé að endurskipuleggja ferla sem snúa að mati, vali, innkaupum og samframleiðslu RÚV á heimildaefni af hvers kyns toga og auka þannig skilvirkni og gagnsæi, styrkja gæðastjórnun og miðlun og almennt efla þátt heimildaefnis í dagskrá RÚV. Margrét er með meistaragráðu í samtímasögu frá University College London og hefur stundað á meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún á að baki langan og farsælan feril í framleiðslu og handritsskrifum heimildarmynda, lengst af í starfi yfirmanns heimildarmyndadeildar og aðalframleiðanda hjá Sagafilm. Meðfram framleiðandastarfi hefur Margrét gegnt ýmiss konar nefndarstörfum og setið í stjórnum og dómnefndum sem tengjast kvikmyndagerð og heimildarmyndaframleiðslu, bæði hérlendis og erlendis. „Reynsla Margrétar, fyrri störf hennar og menntun gera að verkum að hún býr yfir afar yfirgripsmikilli þekkingu á framleiðslu heimildaefnis sem mun tvímælalaust nýtast í starfi hennar fyrir RÚV og almennt reynast íslenskri heimildarmyndagerð afar vel,“ er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV. „Framundan eru spennandi verkefni við að skerpa á ferlum í kringum framleiðslu og innkaup heimildaefnis til að styrkja enn frekar stöðu heimildaefnis í dagskrárframboði RÚV, bæði í línulegri dagskrá og spilara. Það er mikill fengur í að fá Margréti til að leiða þá mikilvægu vinnu,“ er haft eftir honum. Margrét tekur formlega til starfa 1. september í dagskrárdeild sjónvarps hjá RÚV. Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilkynningu segir að meðal fyrirhugaðra verkefna sé að endurskipuleggja ferla sem snúa að mati, vali, innkaupum og samframleiðslu RÚV á heimildaefni af hvers kyns toga og auka þannig skilvirkni og gagnsæi, styrkja gæðastjórnun og miðlun og almennt efla þátt heimildaefnis í dagskrá RÚV. Margrét er með meistaragráðu í samtímasögu frá University College London og hefur stundað á meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún á að baki langan og farsælan feril í framleiðslu og handritsskrifum heimildarmynda, lengst af í starfi yfirmanns heimildarmyndadeildar og aðalframleiðanda hjá Sagafilm. Meðfram framleiðandastarfi hefur Margrét gegnt ýmiss konar nefndarstörfum og setið í stjórnum og dómnefndum sem tengjast kvikmyndagerð og heimildarmyndaframleiðslu, bæði hérlendis og erlendis. „Reynsla Margrétar, fyrri störf hennar og menntun gera að verkum að hún býr yfir afar yfirgripsmikilli þekkingu á framleiðslu heimildaefnis sem mun tvímælalaust nýtast í starfi hennar fyrir RÚV og almennt reynast íslenskri heimildarmyndagerð afar vel,“ er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV. „Framundan eru spennandi verkefni við að skerpa á ferlum í kringum framleiðslu og innkaup heimildaefnis til að styrkja enn frekar stöðu heimildaefnis í dagskrárframboði RÚV, bæði í línulegri dagskrá og spilara. Það er mikill fengur í að fá Margréti til að leiða þá mikilvægu vinnu,“ er haft eftir honum. Margrét tekur formlega til starfa 1. september í dagskrárdeild sjónvarps hjá RÚV.
Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira