Erlent

Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ríkisstjórn Borisar er sögð riða til falls.
Ríkisstjórn Borisar er sögð riða til falls. Ap/Matt Dunham

Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær.

Robin Walker, skólamálaráðherra, John Glen, efnahagsmálaráðherra og Victoria Atkins, dómsmálaráðherra hafa öll sagt af sér. Annað lykilfólk Johnson líkt og Laura Trott, ráðherra sam­göngu­mála og Will Quince, barna- og fjölskyldumálaráðherra sögðu einnig af sér í morgun. 

Eftir afsagnir ráðherranna hafa fleiri þungavigtarmenn úr þingflokki Íhaldsflokksins fylgt á eftir. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu hafa Bim Afolami, varaformaður flokksins og Alex Chalk, aðstoðar-dómsmálaráðherra, báðir sagt af sér. 

Í gær sögðu bæði Rishi Sunak, fjármálaráðherra, og Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, af sér. Það gerðist eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenndi að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins, Chris Pincher, í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum.

Fyrirspurnartími hefst á breska þinginu klukkan 11 í dag og má gera ráð fyrir því að hart verði sótt að forsætisráðherra Boris Johnson, en stjórnmálafræðingar í Bretlandi spá því að Boris Johnson segi af sér von bráðar. Hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti

Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti.

Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir

Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×