„Þegar maður er með svona litla smákálfa þá eru það mörg smáatriði, sem að verða að vera í lagi þó þetta séu harðgerð dýr þá lifa þau bara ekki ef þessi atriði eru ekki í lagi (Það er til dæmis að láta þau ekki vera með fé, láta þau ekki koma nálægt fé. Svo bara þegar þeir eru svona litlir þá verður maður að ganga að þeim í móðurstað algjörlega. Ég er mamma þeirra og pabbi,“ segir Björn Magnússon, hreindýrabóndi á Vínlandi.
„Það er búið að vera í eitt ár þar sem hver sem er hefur mátt koma og skoða en nú erum við byrjuð að selja inn, þannig að nú er þetta orðinn hreindýragarður, sá fyrsti á Íslandi með tömdum hreindýrum,“ bætir Björn við.
„Þau eru bara mjög ljúf og góð og það er bara mjög skemmtilegt að vera hjá þeim,“ segir Harpa Sif Þórhallsdóttir, starfsmaður hreindýragarðsins á Vínlandi.