Sex greinst með apabólu og tveir smitast innanlands Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 11:42 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sex karlmenn á miðjum aldri hafa greinst smitaðir af apabólunni hér á landi og grunur er um að tveir þeirra hafi smitast innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum. Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að talið sé að smitleiðin sé náin snerting eða kynmök. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að apabóla sé enn í töluverðri útbreiðslu víða um heim og nú hafi um sex þúsund manns greinst í rúmlega þrjátíu löndum. Hann segir að enginn mannanna sex sé alvarlega veikur og að þeir sæti nú einangrun. Einangrun vegna apabólu getur verið ansi löng enda þurfa sár, sem apabólan veldur, að gróa algjörlega áður en henni líkur. Það tekur að jafnaði tvær til þrjár vikur. Þórólfur segir þó að einangrunin sé ekki jafnströng og sú sem meirihluti landsmanna hefur upplifað, covid-einangrun. Ekki vitað hvenær bóluefni kemur Sóttvarnayfirvöld hér á landi starfa náið með nágrannaríkjum okkar og Evrópusambandinu við öflun bóluefnis við apabólunni. Þórólfur segir að efnið hafi verið nokkuð lengi á leið til landsins og að nýjustu upplýsingar að utan bendi til að það komi einhvern tímann í júlí. Þá sé ekki vitað hversu mikið magn efnis komi til landsins, talað hafi verið um eitthvað í kringum 1400 skammta. Þórólfur segir að svo fáir skammtar valdi því að snúið sé að ákveða hverjum verði boðið að þiggja bólusetningu. Embættið sé að vinna í ákvörðuninni og að tveir kostir standi helst til boða. Annars vegar að bólusetja þá sem eru taldir til að verða útsettir, karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, og hins vegar að bólusetja fólk í áhættuhópum.
Apabóla Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira