Rúnar: Náðum ekki að gera það sem lagt var upp með Jón Már Ferro skrifar 7. júlí 2022 21:25 Rúnar Kristinsson segir að upplegg sitt hafi ekki gengið nægilega vel upp í Póllandi í dag. Vísir/Hulda Margrét KR spilaði við Pogon Szczecin í Sambandsdeild Evrópu í Póllandi í dag. Leikurinn fór 4-1 fyrir þá pólsku eftir erfiðan fyrri hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfara KR fannst leikplan sinna manna ekki ganga nægilega vel upp í fyrri hálfleik en mun betur í þeim seinni. Honum fannst heimamenn eiga of auðvelt með að spila upp völlinn. „Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
„Það gekk ekki vel upp í fyrri hálfleik, við gerðum það bara illa. Planið var alveg fínt þannig séð. Við leystum það bara illa og vorum allt of passívir í okkar aðgerðum og hleyptum þeim alltof auðveldlega inn í hættuleg svæði. Náðum að laga það í seinni hálfleik. Svo vorum við svolítið ragir við að spila í byrjun. Þeir bara réðust á okkur og komust í hættulegar stöður sem að við bara leystum ekki nægilega vel.“ Rúnar sagði að það hafi ekki komið honum og hans mönnum á óvart enda búnir að leikgreina þá vel. Þrátt fyrir það hafi verið erfitt að bregðast við með laskað lið. „Við lærum af þessum leik, við vissum ýmislegt um þá. Við vorum búnir að leikgreina þá mjög vel og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Með svona laskað lið og miklar breytingar, því miður. Þrátt fyrir að við höfum verið sáttir með hvernig við settum leikinn upp þá var framkvæmdin ekki nægilega góð og þegar hún lagaðist í seinni hálfleik þá var þetta minna mál fyrir okkur. Ekki það að það hafi verið eitthvað auðvelt en við vörðumst miklu betur, þó svo að við höfum farið hærra á völlinn um leið og tekið smá sénsa.“ Þrátt fyrir að hafa náð að laga betur það sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik, í seinni hálfleiknum þá verði seinni leikurinn langt frá því að vera auðveldur. „Ég segi það ekki þetta er náttúrulega bara frábært lið, rosalega vel æft lið. Engar breytingar á þessu liði frá því í fyrra. Þeir eru búnir að lenda tvö ár í röð í þriðja sæti í deildinni þannig að, hörku mannskapur og hörku lið. Þetta verður ekkert auðvelt heima en við allavega þekkjum betur þeirra og getum kannski stoppað þá í að spila eins auðveldlega framhjá okkur og í dag og gefum þeim aðeins betri leik.“ Höfum verið óheppnir með meiðsli KR er með marga leikmenn í meiðslum og einhverjir þeirra komu inn í leikinn í dag og aðrir eiga lengra í land. „Kristján Flóki, Kristinn Jónsson og Finnur Tómas þeir eru allir frá og eru lengi frá. Stefán Árni kom inn á í dag í fyrsta skipti núna í langan tíma. Grétar var að koma inn í liðið aftur eftir meiðsli sem hann er búinn að vera eiga við. Náttúrulega Arnar Sveinn missti af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Þannig að við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli og búnir að vera rótera liðinu, sérstaklega á þessum erfiða kafla í byrjun, spila níu leiki á rétt rúmum mánuði. Við erum ennþá að glíma við þetta. Ég er ánægður með strákana, ég er ánægður með liðið og móralinn. Við þurfum að framkvæma hlutina betur og bæta okkur á öllum sviðum.“ Rúnar á ekki vona á að einhver af þeim sem tók ekki þátt í dag muni spila í seinni leiknum. „Nei það er rosalega erfitt að segja til um það. Það er eitthvað í Finn Tómas , það er ekki alveg búið að fá greiningu á hans meiðslum. Flóki á örugglega mánuð eftir að minnsta kosti í viðbót. Kristinn Jónsson einn til tveir mánuðir í viðbót. Þannig það er ekki eins og þeir séu eitthvað að koma til baka strax aftur. Við verðum áfram án þessara stráka,“ sagði Rúnar að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira