Í þetta skiptið er það grilluð lúða með leynisósu og rauðrófusalati. Uppskriftina úr þættinum má sjá hér að neðan:
Lúða
- 4 x stórar lúðusteikur
- salt og pipar
- 2 msk olía
- 2 msk smjör
- hvítlaukur
Leynisósa
- 300 gr engifer
- 6 hvítlauksrif
- 3 msk dijon
- 70 gr Old El Paso jalapeno
- 2 msk hunang
- 100-200 ml olía
- 1 búnt steinselja
- 1/2 búnt kóríander
- salt og pipar
Rauðrófusalat
- 200 gr rauðrófa
- 100 gr gulrófa
- 2 gulrætur
- safi úr hálfri appelsínu
- 1 rautt epli
- 50 gr kókosmjöl
- 20 gr engifer
- salt og pipar
- 1 msk olía
Aðferð:
- Grillið lúðu á pönnu upp úr smjöri og olíu, kryddi með salti og pipar
- Afhýðið engifer og hvítlauk. Setjið öll element í leynisósunni í skál og blandið með töfrasprota
- Rífið niður epli, rauðrófu, rófu, engifer og gulrót, blandið saman við appelsínusafa, kókos og olíu. Kryddið með salti og pipar.
Njótið!