Í þetta skiptið er það Nauta ribeye með röst kartöflum með bearnaise sósu og grilluðu grænmeti . Uppskriftina úr þættinum má sjá hér að neðan:
Ribeye
- 1 kg nauta ribeye
- 3 msk olía
- 2 msk smjör
- 2 hvítlauksrif
- salt og pipar
Rösti kartöflur
- 2 stórar bökunnar kartöflur
- 100 gr rófa
- 2 msk olía
- 1 msk smjör
- salt og pipar
Grillað grænmeti
- 1/2 eggaldin
- 1/2 zuccini
- 1 rauð paprika
- 1 gul paprika
- 3 msk olía
- salt og pipar
Bearnaise sósa
- 3 eggjarauður
- 300 gr smjör
- Cayenne pipar á hnífsoddi
- 1 tsk estragon
- 1 msk bearnaise essense
- nautakraftur eftir smekk
- vatn

Aðferð:
- Skerið kartöflur og rófur í strimla beint ofan í kalt vatn og látið þær standa í 1 klst í kæli til að ná sterkju burt. Sigtið allt vatn frá og þerrið með viskastykki. Mótið strimlana í kökur og steikið upp úr olíu í 5 mínútur á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar og bætið síðan smjöri á pönnu áður en slökkt undir.
- Skerið grænmetið í hæfilega bita til steikingar, penslið með olíu og kryddið með salti og pipar. Eldið á grillpönnu á háum hita.
- Skerið ribeye í steikur og leyfið þeim að ná stofuhita. Saltið og piprið kjöt fyrir steikingu. Steikið kjötið á pönnu á öllum hliðum í nokkrar mínútur upp úr olíunni.
- Á þessu stigi er best að setja kjöthitamæli í steikina. Því næst seturðu smjörið og hvítlauksrifið á pönnuna og baðið steikina upp úr smjörinu með skeið þangað til kjötið hefur náð réttu hitastigi, slökkvið undir pönnunni og leyfið kjötinu að jafna sig á pönnunni. Útbúið sósuna á meðan.
- Bræðið smjörið á lágum hita á meðan þú hrærir eggjarauðurnar í hitabaði. Blandið smjöri hægt út í eggjarauðurnar þegar réttri áferð er náð. Blandið cayenne pipar, estragon, essense og krafti út í og smá vatni ef sósan er of þykk.
Njótið vel kæru lesendur!