Selfyssingar sendu frá sér tilkynningu snemma í morgun þar sem frá þessu er greint, en eins og sagt var frá hér á Vísi fyrr í vikunni er Halldór Jóhann Sigfússon að hætta með liðið.
Þórir er Selfyssingur í húð og hár og hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi eins og kemur fram í tilkynningunn. Á ferli sínum sem handboltamaður lék hann einnig með Haukum, Lübbecke í Þýskalandi og stórliði Kielce í Póllandi. Þá á Þórir einnig að baki 112 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Þórir kom aftur inn í starfið á Selfossi árið 2015 og hefur síðan þá sinnt hinum ýmsu hlutverkum. Hann hefur verið leikmaður, aðstoðarþjálfari næði hjá meistaraflokki karla og kvenna og þjálfari í yngri flokkum og U-liðum.
„Þórir býr yfir mikilli reynslu sem mun klárlega nýtast, en hann hefur unnið með mörgum frábærum þjálfurum í gegnum tíðina,“ segir í tilkynningu Selfyssinga.
Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Halldór Jóhann hafi fengið spennandi ækifæri í þjálfun í Danmörku og að deildin fagni því þegar leikmenn og þjálfarar þess fái tækifæri á alþjóðavettvangi.
Halldór Jóhann fékk spennandi tækifæri í Danmörku og því ber að fagna. Til hamingju vinur!
— Selfoss handbolti (@selfosshandb) July 8, 2022
Á sama tíma kynnum við með stolti næsta þjálfara strákanna okkar, Þórir Ólafsson!
Spennandi tímar framundan!#handbolti #olisdeildin #selfosshandbolti #mjaltavélin pic.twitter.com/O8qv948S9F