Ísak Snær Þorvaldsson sá til þess að Breiðablik er í góðum málum fyrir síðari leik liðanna en hann skoraði eina mark leiksins. Markið má sjá hér að neðan.
KR mætti ógnarsterku liði Pogon frá Póllandi en yfirburðir heimamanna voru gríðarlegir. Komust þeir 4-0 yfir áður en Aron Kristófer Lárusson minnkaði muninn fyrir KR. Mörkin má sjá hér að neðan.