Evrópumeistararnir gerðu jafntefli við Svía í fyrsta leik Atli Arason skrifar 9. júlí 2022 21:15 Hollendingar náðu ekki að sigra Svía Pim Waslander/Getty Images Svíþjóð og Evrópumeistarar Hollands gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðanna á EM í Englandi 2022. Leikið var í C-riðli. Á 36. mínútu skoraði Svíþjóð eftir laglegan undirbúning Kosovare Asllani sem klobbar Aniek Nouwen, varnarmann Hollands, út á hægri væng og kemur boltanum á Jonna Andersson sem var ein og óvölduð inn í vítateig Hollendinga og skoraði nokkuð þægilega fyrsta mark Svíþjóðar á EM 2022. Svíþjóð er komið yfir í leik á móti Hollandi - það var Jonna Andersson sem skoraði mark Svía. pic.twitter.com/yxa2hAO34F— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Svíar voru marki yfir í hálfleik en stuttu eftir að síðari hálfleikurinn hófst þá jafna Hollendingar leikinn. Jill Roord skoraði þá með skoti við enda vítateigslínu Svía. Boltinn barst óvænt til hennar af varnarmanni Svía eftir afar skemmtilegt uppspil Hollendinga þar sem Vivianne Miedema spilaði stóra rullu. Holland jafnar leikinn á móti Svíþjóð - það var Jill Roord sem það gerði fyrir Holland á 52.mínútu leiksins staðan 1-1. pic.twitter.com/vcQFdXaxKz— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Bæði lið fengu ágætis tækifæri til að skora sigurmarkið. Síðasta færi leiksins féll í skaut Svía þegar Asllani tekur hornspyrnu hægra megin sem endar þó í fangi Van Domselaar, varamarkverði Hollendinga, sem kom inná leikvöllinn á 22. mínútu eftir að aðalmarkvörður liðsins, Van Veenendaal, þurfti að fara meidd af leikvelli. Lokatölur 1-1 og öll liðin í C-riðli eru því jöfn að stigum eftir fyrstu umferð riðilsins. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Svíþjóð og Evrópumeistarar Hollands gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik liðanna á EM í Englandi 2022. Leikið var í C-riðli. Á 36. mínútu skoraði Svíþjóð eftir laglegan undirbúning Kosovare Asllani sem klobbar Aniek Nouwen, varnarmann Hollands, út á hægri væng og kemur boltanum á Jonna Andersson sem var ein og óvölduð inn í vítateig Hollendinga og skoraði nokkuð þægilega fyrsta mark Svíþjóðar á EM 2022. Svíþjóð er komið yfir í leik á móti Hollandi - það var Jonna Andersson sem skoraði mark Svía. pic.twitter.com/yxa2hAO34F— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Svíar voru marki yfir í hálfleik en stuttu eftir að síðari hálfleikurinn hófst þá jafna Hollendingar leikinn. Jill Roord skoraði þá með skoti við enda vítateigslínu Svía. Boltinn barst óvænt til hennar af varnarmanni Svía eftir afar skemmtilegt uppspil Hollendinga þar sem Vivianne Miedema spilaði stóra rullu. Holland jafnar leikinn á móti Svíþjóð - það var Jill Roord sem það gerði fyrir Holland á 52.mínútu leiksins staðan 1-1. pic.twitter.com/vcQFdXaxKz— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Bæði lið fengu ágætis tækifæri til að skora sigurmarkið. Síðasta færi leiksins féll í skaut Svía þegar Asllani tekur hornspyrnu hægra megin sem endar þó í fangi Van Domselaar, varamarkverði Hollendinga, sem kom inná leikvöllinn á 22. mínútu eftir að aðalmarkvörður liðsins, Van Veenendaal, þurfti að fara meidd af leikvelli. Lokatölur 1-1 og öll liðin í C-riðli eru því jöfn að stigum eftir fyrstu umferð riðilsins.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti