Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem sagt er frá helstu verkefnum lögregluþjóna í dag.
Tilkynnt var um tilraun til ráns í lyfjaverslun í miðbænum en Vísir greindi frá því fyrr í dag. Maðurinn sem um ræðir ógnaði starfsfólki með byssu sem reyndist síðar vera leikfang. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.
Eldur kom upp í vélarrými báts við bryggju í Hafnarfirði, búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn.