Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinnn var í Nara í dag, Fréttaveitan AP greinir frá.
Lík Shinzo Abe, fyrrum forsætisáðherra Japan var flutt til höfuðborgarinnar Tókýó í morgun. Abe var myrtur í gær þegar hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan þegar hinn 41 árs gamli Yamagami skaut tvisvar á hann með heimagerði haglabyssu.
Tomoaki Onizuka, yfirmaður lögreglunnar í Nara sagði að ekki væri hægt að neita því að brestir hefðu verið í öryggismálum þegar stuðningsfundurinn fór fram og hefur heitið því að morðið verði rannsakað frekar.
Yamagami játaði morðið á Abe í gær og sagði við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigan.
Skotárásir eru fátíðar í landinu og japanska þjóðin í áfalli eftir verknaðinn. Þjóðin syrgir nú forsætisráðherrann fyrrverandi en fjöldinn allur af blómvöndum og kertum hefur verið lagður á morðvettvang.