Fótbolti

Ferdinand kemur Ronaldo til varnar

Atli Arason skrifar
Ronaldo og Ferdinand unnu Meistaradeildina saman með Manchester United árið 2008.
Ronaldo og Ferdinand unnu Meistaradeildina saman með Manchester United árið 2008. Getty Images

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segist skilja gremju Cristiano Ronaldo vel og segir að hann sjálfur væri óánægður hjá félaginu ef það væri í sömu stöðu og það er í dag, á hans tíma hjá Manchester United.

„Allir eru að tala um að Ronaldo sé óánægður hjá United. Auðvitað er hann það, þetta er Cristiano Ronaldo. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið svona stór frétt. Ég myndi sjálfur ekki vera ánægður í þessu ásigkomulagi,“ sagði Ferdinand

„Þeir sem eru vanir því að berjast á toppi deildarinnar, að berjast um alla bikara sem eru í boði á hverju ári og finna sig svo skyndilega í þeirri stöðu að vera ekki samkeppnishæfir og ekki einu sinni í Meistaradeildinni, þessir aðilar verða alltaf óánægðir. Þú getur ekki búist við því að þeir séu hamingjusamir,“ bætti Ferdinand við.

Manchester United verður í Evrópudeildinni á næsta tímabili eftir að hafa endað síðasta keppnistímabil í ensku úrvalsdeildinni í 6. sæti.

„Hann veit einu sinni hvernig þemalag Evrópudeildarinnar er. Þegar það fer í spilun þá á hann eftir að velta fyrir sér hvað hann er að gera þarna,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum samherji Ronaldo hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×