„Tilfinningin var allan leikinn að við værum að fara að skora og vinna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 20:46 Sif Atladóttir í leik dagsins. Vísir/Vilhelm „Við hefðum viljað þrjú stig, en við virðum stigið við sterkt Belgalið,“ sagði Sif Atladóttir í leikslok eftir 1-1 jafntefli Íslands og Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM kvenna í knattspyrnu. „Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
„Við mættum vel undirbúnar og þjálfararnir og Lúlli og Tommi voru búnir að greina Belgana vel. Mér fannst við halda þeim í skefjum allan leikinn og bara svekkjandi að taka ekki öll stigin. En eins og ég segi þá bara virðum við stigið núna. Þetta er eitt stig á töflu, sem er meira en við gerðum seinast þannig að þetta er fínt.“ Í íslenska liðinu býr mikil reynsla og Sif er með þeim reynslumeiri í liðinu. Hún segir að þrátt fyrir að vera frekar þreytt svona strax eftir leik sé hún nokkuð góð í líkamanum. „Ég er bara góð. Ég er mjög þreytt, en það er bara allt í lagi. Það er endurheimt á morgun og svo fáum við knús frá fjölskyldunni eftir tvo daga. Þannig að maður verður endurnærður á líkama og sál eftir þessa daga og getum undirbúið okkur vel fyrir leikinn gegn Ítalíu.“ Þrátt fyrir að hafa farið inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0 eftir að hafa brennt af vítaspyrnu segir Sif að stemningin í klefanum hafi verið góð og að liðið hafi haft trú á verkefninu. „Stemningin var bara góð. Mér fannst við bara hafa tök á þessu og við vissum alltaf að við vorum að fara að skora. Tilfinningin var allan leikinn að við vorum að fara að skora og vinna þennan leik.“ „Mér fannst seinni hálfleikurinn líða ansi hratt og ég ætla aðeins að fá að skoða hvort þetta hafi ekki verið 45 mínútur. Belgarnir eru með sterkt lið og eru með X-factora sem geta klárað leiki fyrir þær. En mér fannst við halda þeim niðri og það var markmiðið í þessum leik. Við tökum eitt stig með okkur og það er bara mikilvægt.“ Þá fannst Sif íslenska liðið stjórna leiknum frá upphafi til enda. „Já, mér fannst það. Svo komast þær aðeins inn og ná kannski að setja hann aðeins á bakvið línu hjá okkur, en mér fannst við bara stjórna þessu vel. Við eru mvel drillaðar og þekkjum hverja aðra vel. Manni leið bara vel allan leikinn. Við vorum vel undirbúnar.“ Svindís Jane Jónsdóttir var valin maður leiksins í dag og Sif eyddi nokkrum orðum í að hrósa henni. „Hún er geggjuð. Þetta var vel verðskuldað og sýnir bara styrkinn sem við erum með í hópnum. Breiddin er frábær.“ Sjá mátti stóran fána merktan Atla Eðvaldssyni, pabba Sifjar, á vellinum. Sif segir það gott að sjá pabba í stúkunni, en Atli, sem lék á sínum tíma 70 leiki fyrir íslenska karlalandsliðið, lést úr krabbameini árið 2019. „Það er geggjað. Hann hefði verið, og er stoltur. Hann var mikill City-maður sjálfur þannig að það er bara draumur að koma hingað og fá að spila á þessum velli sem er með svona mikla tengingu við þetta stóra lið. Hann er alltaf með okkur og var það í dag líka.“ Klippa: Sif Atladóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira