Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 07:49 Gotabaya Rajapaksa hefur aðeins verið forseti Srí Lanka frá árinu 2019. Andy Buchanan/Getty Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert. Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert.
Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07
Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36