Erlent

Sluppu með skrekkinn frá snjóflóði í Kirgistan

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Magnað myndband náðist af atvikinu.
Magnað myndband náðist af atvikinu. Samsett

Tíu ferðamenn sluppu með naumindum frá því að vera fyrir snjóflóði á Tian Shan fallinu í Kirgistan á dögunum. Magnað myndband sem einn þeirra tók af flóðinu hefur vakið gífurlega athygli.

Í myndbandinu sést snjórinn brjótast fram og niður fjallshlíðarnar en hópurinn reyndi að leita einhvers konar skjóls þó ekki væri hægt að forðast snjóflóðið sem fór yfir hópinn. Harry Shimmin, einn túristanna, birti myndband af atvikinu á Twitter:

Shimmin hafði orðið viðskila við hópinn til að taka myndir þegar hann heyrði „hljóð sem líktist ís að brotna“ fyrir aftan hann, eins og hann lýsir því á instagram reikningi sínum.

„Ég hafði verið þar í nokkrar mínútur svo ég vissi að það væri skjól fyrir mig þarna við hliðina á mér.“

Hann segist hafa beðið með að hreyfa sig þar til allt flóðið hafði gengið yfir. „Ég veit að það hefði verið öruggara að færa sig að skjólinu strax og ég tók áhættu en mér leið samt eins og ég hefði stjórn. Þegar snjórinn fór yfir og allt varð dimmt, var ég að skíta á mig og leið eins og ég myndi deyja,“ skrifar Shimmin.

Tian Shan fjöllin rísa í suð-austur Kirgistan nálægt landamærum Kirgistan við Kína.

„Öll í hópnum voru að hlægja og gráta, glöð að vera lifandi. Það var ekki fyrr en síðar sem að við áttuðum okkur á því hve heppin við vorum. Ef við hefðum labbað í fimm mínútur áfram, værum við öll dauð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×