Að vera hinsegin Hrafnkell Karlsson skrifar 11. júlí 2022 12:00 Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf talið mér trú um að ég sé heppinn að búa á Íslandi. Miðað við mörg önnur lönd þá er það rétt, ég á meiri réttindi hér en í mörgum öðrum löndum, ég má gifta mig, vera í sambúð, ættleiða og eiga hamingjusamt líf, þrátt fyrir að vera hinsegin. Lagalega séð er Ísland á góðum stað en lagaleg réttindi eru yfirborðskennd ef samfélagið stendur ekki vörð um þau. Hvað varðar félagsleg viðhorf og fordóma í samfélaginu þá lítur út fyrir að myndin sé önnur og hafi því miður farið versnandi. Flest fólk hefur núna heyrt af nýju trendi þar sem einstaklingar og hópar veitast að hinsegin fólki með því að gelta á það. Þetta áreiti hefur þann eina tilgang að svipta hinsegin fólk mennsku sinni. Þann níunda júlí síðastliðin voru samkynja hjón að fagna brúðkaupsafmæli sínu þegar hópur karla tók að gelta á þá. Fullorðnir karlar á þrítugsaldri. Einn þeirra sagði síðan: „Það á að gelta á þessi helvíti.“ Þetta er ekki einsdæmi. Áreitið er orðið svo slæmt að hópar af hinsegin unglingum forðast að fara ein út úr húsi. Þessi sömu ungmenni fá þau komment að þau séu ekki einu sinni manneskjur fyrir það eina að vera sönn sjálfum sér og sýna með stolti hinseginleika sinn. Þeim er hrint aftur inn í skápinn. Maður myndi halda að þetta áreiti ætti sér einungis stað utan veggja skóla og börn fengju að vera örugg í skólunum en annað hefur komið í ljós. Það hryggði mig mjög þegar ég las yfir þessa tölfræði í skýrslunni Könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfi sem Samtökin ‘78 birtu. Ég óskaði, vonaðist eftir að þetta hefði breyst frá því að ég var sjálfur í skápnum fyrir um áratug síðan og orðfærið sem beint var gegn mér heyrði sögunni til. Ég vil renna aðeins yfir þessa tölfræði sem smá reality check eins og maður segir á góðri ensku: - Þriðjungur hinsegin nemenda greindi frá því að finna til óöryggis í skólanum síðasta árið vegna kynhneigðar sinnar. - Fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. - Næstum þriðjungur hinsegin nemenda (32,2%) hafði verið áreitt munnlega vegna kynhneigðar sinnar. - Fjórðungur hinsegin nemenda (25,9%) voru áreitt munnlega vegna kyntjáningar sinnar. - 12,6% hinsegin nemenda höfðu verið áreitt líkamlega vegna kynhneigðar sinnar. - 6,2% höfðu verið líkamlega áreitt vegna kyngervis síns og 5,3% vegna kyntjáningar sinnar. Þessi tölfræði ætti auðvitað að vera 0% í alla staði. Það er greinilega eitthvað sem virkar ekki ef þetta hefur haldið áfram og jafnvel versnað síðan ég var lítill skápahommi fyrir áratug síðan. Þessar sögur staðfesta að það er mikil vinna eftir, við sem erum hinsegin erum líka mennsk, við eigum skilið að vera elskuð, eigum skilið að geta labbað um göturnar án þess að vera munnlega og líkamlega áreitt. Við eigum skilið að vera sýnileg og stolt af okkur sjálfum eins og allt fólk á skilið að vera stolt af sér sama hvaða samfélagshópum það tilheyrir. Við eigum skilið að vera til. Höfundur er stoltur hinsegin Hafnfirðingur.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar