Innlent

Sólveig Guðrún er nýr rektor MR

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor MR.
Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor MR. samsett

Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Sólveig var skipuð í embætti rektors af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, til fimm ára frá 1. ágúst.

Sólveig tekur við starfinu af Elísabetu Siemsen sem lætur af starfi rektors eftir tæplega fimm ára starf.

Sólveig hefur starfað sem kennari við Menntaskólann í Reykjavík frá árinu 2008 og verið fagstjóri í líffræði og jarðfræði við skólann. Þá hefur hún  átt sæti í skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara frá árinu 2018 og í stjórn Samlífs, félags líffræðikennara frá árinu 2013. Á árunum 2004–2015 var hún matsaðili umsókna um styrki frá Rannís.

Sólveig er með B.S.-próf í sameindalíffræði, frumulíffræði og örverufræði frá Háskóla Íslands og doktorspróf í ónæmisfræði frá University College í Lundúnum. Hún lauk námi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands árið 2007 og diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla árið 2021. Sólveig var nýdoktor (Post-doc) við Landspítala – Háskólasjúkrahús árin 2001–2008 og sinnti á sama árabili kennslu við líffræðideild, hjúkrunarfræðideild og læknadeild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins

Alls sóttu sex um embættið. Einn dró umsókn sína til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×