Björn Zoëga formaður nýrrar stjórnar Landspítala Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júlí 2022 17:29 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Hann var nýverið kynntur sem sérlegur ráðgjafi Willums Þórs Þórssonar, nýs heilbrigðisráðherra og er nú orðinn formaður stjórnar Landspítala. Karolinska Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Landspítala til tveggja ára en stjórnin er skipuð af fimm einstaklingum í senn. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð, verður formaður stjórnarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnin er skipuð en markmið hennar er að styrkja stöðu og hlutverk Landspítala sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins. Stjórninni er ætlað að marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra. Í lögum um stjórnina segir að í henni skuli sitja einstaklingar sem hafa þekkingu á rekstri og áætlanagerð, á heilbrigðisþjónustu, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði , menntun heilbrigðisstétta, og á opinberri stjórnsýslu og reglum stjórnsýsluréttar. Nýja stjórn skipa: Björn Zoëga, forstjóri og bæklunarskurðlæknir, formaður stjórnar. Gunnar Einarsson, fv. bæjarstjóri og doktor í stjórnun og menntunarfræðum. Höskuldur H. Ólafsson, ráðgjafi og viðskiptafræðingur. Ingileif Jónsdóttir, deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun, varaformaður stjórnar. Varamenn eru Birgir Gunnarsson og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Þá munu tveir áheyrnarfulltrúar starfsmanna vera í stjórninni, þau Marta Jóns Hjördísardóttir, hjúkrunarfræðingur, og Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir. Varamaður þeirra er Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, náttúrufræðingur. Þau eru með málfrelsi og tillögurétt innan stjórnarinnar en án atkvæðisréttar. „Ég er sannfærður um að þessi nýja stjórn muni styrkja Landspítalann. Samsetning hennar endurspeglar þá breidd og þekkingu sem þarf til að styðja vel við spítalann í allri stefnumótun, rekstri og ákvarðanatöku. Það skilar sér svo í bættu starfsumhverfi, þjónustu og getu kerfisins til að takast á við framtíðaráskoranir,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, um skipunina. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnin er skipuð en markmið hennar er að styrkja stöðu og hlutverk Landspítala sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins. Stjórninni er ætlað að marka Landspítala langtímastefnu í samræmi við stefnumörkun ráðherra. Í lögum um stjórnina segir að í henni skuli sitja einstaklingar sem hafa þekkingu á rekstri og áætlanagerð, á heilbrigðisþjónustu, vísindarannsóknum á heilbrigðissviði , menntun heilbrigðisstétta, og á opinberri stjórnsýslu og reglum stjórnsýsluréttar. Nýja stjórn skipa: Björn Zoëga, forstjóri og bæklunarskurðlæknir, formaður stjórnar. Gunnar Einarsson, fv. bæjarstjóri og doktor í stjórnun og menntunarfræðum. Höskuldur H. Ólafsson, ráðgjafi og viðskiptafræðingur. Ingileif Jónsdóttir, deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun, varaformaður stjórnar. Varamenn eru Birgir Gunnarsson og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir. Þá munu tveir áheyrnarfulltrúar starfsmanna vera í stjórninni, þau Marta Jóns Hjördísardóttir, hjúkrunarfræðingur, og Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir. Varamaður þeirra er Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, náttúrufræðingur. Þau eru með málfrelsi og tillögurétt innan stjórnarinnar en án atkvæðisréttar. „Ég er sannfærður um að þessi nýja stjórn muni styrkja Landspítalann. Samsetning hennar endurspeglar þá breidd og þekkingu sem þarf til að styðja vel við spítalann í allri stefnumótun, rekstri og ákvarðanatöku. Það skilar sér svo í bættu starfsumhverfi, þjónustu og getu kerfisins til að takast á við framtíðaráskoranir,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, um skipunina.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira