Úr ójafnvægi í jafnvægi á húsnæðismarkaði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 14. júlí 2022 11:01 Á þriðjudaginn kynnti ráðherra húsnæðismála, Sigurður Ingi Jóhannsson, sameiginlegt markmið og samkomulag milli beggja stjórnsýslustiga um aukið framboð af húsnæði næstu tíu árin. Hér er loks verið að stíga mikilvægt skref og í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér sérstakt samkomulag um stefnu og aðgerðir á húsnæðismarkaði svo tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúða fyrir alla hópa samfélagsins á samningstímanum. Það verði gert með því að 30% af heildaruppbyggingu næstu tíu ára skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5% félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á húsnæðismarkaði. Það munu því 35% uppbyggingarinnar njóta stuðnings hins opinbera í formi hlutdeildarlána, almenna húsnæðiskerfisins, stofnstyrkja og félagslegra íbúða sem HMS lánar til. Hér eru um að ræða metnaðarfullar aðgerðir inn í það verkefni að tryggja þá grunnþörf einstaklinga og fjölskyldna að búa við húsnæðisöryggi. 35 þúsund íbúðir um land allt á næstu tíu árum Samkomulagið byggir meðal annars á niðurstöðum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, en hópurinn skilaði nýverið af sér 28 tillögum í sjö málaflokkum. Við þurfum að minnka þær sveiflur sem verið hafa á markaði og ná fram stöðugleika. Til þess að nálgast stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð íbúða og uppbygging að vera í takt við þörf. Niðurstaða þarfagreiningar sveitarfélaga í húsnæðisáætlunum sem er nauðsynlegt verkfæri til að meta þörfina, bæði til skemmri og lengri tíma, er að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólksfjölgun, tryggja nauðsynlegan stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nauðsynlegt að tryggja lóðir til uppbyggingar Nú þarf að láta verkin tala og tryggja nægt lóðaframboð um land allt svo hægt sé að byggja fjölbreytt húsnæði og svara þeirri þörf sem við sjáum að verður til staðar á næstu árum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hér þarf að fara saman skynsamleg þétting byggðar samhliða því að sveitarfélög hafi svigrúm til þess að brjóta nýtt land til uppbyggingar. Þétting byggðar er nauðsynleg og mikilvæg svo nýta megi betur alla innviði sem til staðar eru, svo sem götur og skóla. Jafnframt treystir þétting byggðar rekstrargrundvöll almenningssamgangna og samgöngukerfisins í heild. Þétting byggðar er hins vegar oft flókin í framkvæmd, hún er kostnaðarsöm og tekur tíma. Sú innviðauppbygging sem fylgir því að brjóta nýtt land og byggja ný hverfi er sveitarfélögum kostnaðarsöm, en slíkt er nú nauðsynlegt svo byggja megi hratt og vel ásamt því að ná settum markmiðum um fjölda hagkvæmra íbúða. Það er því gott að sjá að sveitarfélögin sjálf munu gera samninga við ríkið á grunni samkomulagsins þar sem fjárstuðningur kemur frá ríkinu til að tryggja lóðir og meðfylgjandi innviðauppbyggingu sem slíku fylgir. Það mun ásamt öðrum aðgerðum samkomulagsins tryggja að markmið uppbyggingar raungerist á samningstímanum. Brýnt að einfalda ferla Settar eru fram 24 skilgreindar aðgerðir í samkomulaginu og þær eru bæði góðar og metnaðarfullar. Það mikilvægasta þykir mér þó að ríki og sveitarfélög hafi nú sammælst um að endurskilgreina lögbundna ferla og verklag í skipulags og byggingarmálum er varða uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Það verði einn ferill um húsnæðisuppbyggingu. Þetta hefur hingað til verið of flókið og tekið of langan tíma. Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér þær aðgerðir sem finna má í samkomulaginu og jafnframt sveitarfélög um land allt til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Á þriðjudaginn kynnti ráðherra húsnæðismála, Sigurður Ingi Jóhannsson, sameiginlegt markmið og samkomulag milli beggja stjórnsýslustiga um aukið framboð af húsnæði næstu tíu árin. Hér er loks verið að stíga mikilvægt skref og í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér sérstakt samkomulag um stefnu og aðgerðir á húsnæðismarkaði svo tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúða fyrir alla hópa samfélagsins á samningstímanum. Það verði gert með því að 30% af heildaruppbyggingu næstu tíu ára skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði og 5% félagsleg húsnæðisúrræði til að bæta stöðu viðkvæmra hópa á húsnæðismarkaði. Það munu því 35% uppbyggingarinnar njóta stuðnings hins opinbera í formi hlutdeildarlána, almenna húsnæðiskerfisins, stofnstyrkja og félagslegra íbúða sem HMS lánar til. Hér eru um að ræða metnaðarfullar aðgerðir inn í það verkefni að tryggja þá grunnþörf einstaklinga og fjölskyldna að búa við húsnæðisöryggi. 35 þúsund íbúðir um land allt á næstu tíu árum Samkomulagið byggir meðal annars á niðurstöðum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, en hópurinn skilaði nýverið af sér 28 tillögum í sjö málaflokkum. Við þurfum að minnka þær sveiflur sem verið hafa á markaði og ná fram stöðugleika. Til þess að nálgast stöðugleika á húsnæðismarkaði þarf framboð íbúða og uppbygging að vera í takt við þörf. Niðurstaða þarfagreiningar sveitarfélaga í húsnæðisáætlunum sem er nauðsynlegt verkfæri til að meta þörfina, bæði til skemmri og lengri tíma, er að byggja þurfi 35.000 íbúðir á næstu tíu árum til að mæta fólksfjölgun, tryggja nauðsynlegan stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nauðsynlegt að tryggja lóðir til uppbyggingar Nú þarf að láta verkin tala og tryggja nægt lóðaframboð um land allt svo hægt sé að byggja fjölbreytt húsnæði og svara þeirri þörf sem við sjáum að verður til staðar á næstu árum. Ég hef sagt það áður og segi það enn að hér þarf að fara saman skynsamleg þétting byggðar samhliða því að sveitarfélög hafi svigrúm til þess að brjóta nýtt land til uppbyggingar. Þétting byggðar er nauðsynleg og mikilvæg svo nýta megi betur alla innviði sem til staðar eru, svo sem götur og skóla. Jafnframt treystir þétting byggðar rekstrargrundvöll almenningssamgangna og samgöngukerfisins í heild. Þétting byggðar er hins vegar oft flókin í framkvæmd, hún er kostnaðarsöm og tekur tíma. Sú innviðauppbygging sem fylgir því að brjóta nýtt land og byggja ný hverfi er sveitarfélögum kostnaðarsöm, en slíkt er nú nauðsynlegt svo byggja megi hratt og vel ásamt því að ná settum markmiðum um fjölda hagkvæmra íbúða. Það er því gott að sjá að sveitarfélögin sjálf munu gera samninga við ríkið á grunni samkomulagsins þar sem fjárstuðningur kemur frá ríkinu til að tryggja lóðir og meðfylgjandi innviðauppbyggingu sem slíku fylgir. Það mun ásamt öðrum aðgerðum samkomulagsins tryggja að markmið uppbyggingar raungerist á samningstímanum. Brýnt að einfalda ferla Settar eru fram 24 skilgreindar aðgerðir í samkomulaginu og þær eru bæði góðar og metnaðarfullar. Það mikilvægasta þykir mér þó að ríki og sveitarfélög hafi nú sammælst um að endurskilgreina lögbundna ferla og verklag í skipulags og byggingarmálum er varða uppbyggingu á íbúðahúsnæði. Það verði einn ferill um húsnæðisuppbyggingu. Þetta hefur hingað til verið of flókið og tekið of langan tíma. Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér þær aðgerðir sem finna má í samkomulaginu og jafnframt sveitarfélög um land allt til að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun