Leiguvél hleypur í skarðið vegna flugvélaskorts Icelandair Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2022 15:52 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann. Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Flugsamgöngur hafa ekki gengið snurðulaust fyrir sig síðustu vikur. Fréttir berast reglulega af gífurlegum töfum á flugvöllum og aflýstum flugferðum. Icelandair hefur nýlega tekið upp á því að senda hlaðmenn með í flug á tafsömustu flugvellina og leigir að auki vél til að mæta flugvélaskorti. Miklar tafir eftir heimsfaraldur Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir ástæðu flugvélaskorts vera viðhalds- og flugvallartafir. Mun meiri tafir séu á flest allri afgreiðslu í flugbransanum nú en fyrir heimsfaraldur. Jens Bjarnason, framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Icelandair.vísir/einar „Við sáum því að við þurftum fleiri vélar tímabundið, og gripum til þess ráðs að leigja vél tímabundið. Nú er því tímabili hins vegar að ljúka og við erum að fá aftur allar okkar vélar þannig þetta ætti að komast í jafnvægi aftur,“ segir Jens í samtali við fréttastofu. Tvisvar á sólarhring mætist flugvélaflotinn á Keflavíkurflugvelli, á morgnana fyrir flugin til Evrópu og síðan seinni partinn fyrir Ameríkuflugin, í grófum dráttum. „Þegar vél frá Amsterdam verður fjögurra klukktíma of sein þá þarf maður að geta gripið til annarra flugvéla til að halda áætlun. Annars verða keðjuverkandi áhrif sem valda mun meiri töfum.“ Aðeins endurgreitt fyrir rýmra fótapláss Guðmundur Jörundsson er einn þeirra sem varð fyrir vonbrigðum þegar hann fékk fregnir af því að hann skyldi fljúga með leiguvél. Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með @Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott.Stutta stráið, það er ég. pic.twitter.com/WfCfQDZYnG— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2022 „Loksins þegar maður kaupir eitthvað annað en fokking RyanAir og ætlar að gera vel við sig með Icelandair er ég auðvitað downgreidaður í einhverja skrælingjarellu þar sem hvorki er þurrt né vott,“ skrifar Guðmundur á Twitter. Í tilkynningu Icelandair segir að hvorki afþreyingarkerfi né þráðlaust net sé í boði fyrir farþega, veitingaþjónusta sé með öðru sniði en ókeypis hressing bjóðist farþegum. Þá virðast einungis þeir farþegar sem höfðu keypt sæti með rýmra fótaplássi fá endurgreitt.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira