„Fólk er að búast við því versta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2022 20:01 Rauð viðvörun er í gildi fyrir fjölmennt svæði í Bretlandi á morgun. Sara Rut Fannarsdóttir Sérfræðingar vara við mannfalli í sögulegri hitabylgju sem gengur yfir Bretland á morgun og gróðureldar í Evrópu valda áfram gríðarlegri eyðileggingu. Íslendingur í Lundúnum segir borgarbúa uggandi. Þeir búi sig undir það versta. Fjórtán þúsund hafa nú þurft að yfirgefa heimili og dvalarstaði í suðvesturhluta Frakklands vegna hamfaraeldanna sem loga víðar í Evrópu. Á fjórða þúsund hafa flúið elda í grennd við Malaga á Spáni. Eldarnir eru knúnir áfram af óhagstæðum vindum - og auðvitað sögulegri hitabylgju sem dregið hefur hundruð til dauða víða um álfuna. Í Bretlandi tók þegar í dag gildi gulbrún viðvörun vegna ofsahita, sem nær yfir nær allan suðurhluta landsins. Allt England, Wales og hluti af Skotlandi eru svo undir gulbrúnni viðvörun á morgun. Rauð viðvörun tekur þá gildi í fyrsta sinn á fjölmennu svæði sem nær meðal annars til Lundúna, Birmingham, York og Manchester. Veðurfræðingar búast við því að hiti fari jafnvel upp í 41 stig og nái þannig yfir 40 í fyrsta sinn. „Fólk er aðeins stressaðra núna heldur en til dæmis í þessari hitabylgju fyrir mánuði síðan. Þegar það fattar að þetta er orðið að einhverju heilsufarslegu vandamáli,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, íbúi í Lundúnum. Jónas Atli Gunnarsson býr í Lundúnum. Eitt af því sem gerir hitabylgjuna sérstaklega hættulega í Bretlandi er skortur á innviðum til að takast á við hana. Fæstir eru til dæmis með loftkælingu á heimilum sínum. „Mitt þar með talið og svo eru húsin byggð þannig að þau eru ekkert að hleypa hitanum út. Þau eru byggð til að halda inni hita. Þannig að það er oft heitara inni heldur en úti, jafnvel þegar hitastigið er svona hátt. Ég finn það sjálfur hér,“ segir Jónas. Margir séu byrjaðir að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn; hamstri kalda drykki og klakapoka. „Sérfræðingarnir segja að það verði allavega áttatíu prósent líkur á að hitamet verði slegið á morgun, þannig að fólk er að búast við því versta.“ Bretland Náttúruhamfarir Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Fleiri fréttir „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Sjá meira
Fjórtán þúsund hafa nú þurft að yfirgefa heimili og dvalarstaði í suðvesturhluta Frakklands vegna hamfaraeldanna sem loga víðar í Evrópu. Á fjórða þúsund hafa flúið elda í grennd við Malaga á Spáni. Eldarnir eru knúnir áfram af óhagstæðum vindum - og auðvitað sögulegri hitabylgju sem dregið hefur hundruð til dauða víða um álfuna. Í Bretlandi tók þegar í dag gildi gulbrún viðvörun vegna ofsahita, sem nær yfir nær allan suðurhluta landsins. Allt England, Wales og hluti af Skotlandi eru svo undir gulbrúnni viðvörun á morgun. Rauð viðvörun tekur þá gildi í fyrsta sinn á fjölmennu svæði sem nær meðal annars til Lundúna, Birmingham, York og Manchester. Veðurfræðingar búast við því að hiti fari jafnvel upp í 41 stig og nái þannig yfir 40 í fyrsta sinn. „Fólk er aðeins stressaðra núna heldur en til dæmis í þessari hitabylgju fyrir mánuði síðan. Þegar það fattar að þetta er orðið að einhverju heilsufarslegu vandamáli,“ segir Jónas Atli Gunnarsson, íbúi í Lundúnum. Jónas Atli Gunnarsson býr í Lundúnum. Eitt af því sem gerir hitabylgjuna sérstaklega hættulega í Bretlandi er skortur á innviðum til að takast á við hana. Fæstir eru til dæmis með loftkælingu á heimilum sínum. „Mitt þar með talið og svo eru húsin byggð þannig að þau eru ekkert að hleypa hitanum út. Þau eru byggð til að halda inni hita. Þannig að það er oft heitara inni heldur en úti, jafnvel þegar hitastigið er svona hátt. Ég finn það sjálfur hér,“ segir Jónas. Margir séu byrjaðir að gera ráðstafanir fyrir morgundaginn; hamstri kalda drykki og klakapoka. „Sérfræðingarnir segja að það verði allavega áttatíu prósent líkur á að hitamet verði slegið á morgun, þannig að fólk er að búast við því versta.“
Bretland Náttúruhamfarir Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Fleiri fréttir „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Sjá meira