„Já, ég sagði 35 ára“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 07:30 Shelly-Ann Fraser-Pryce var í skýjunum eftir magnaðan sigur sinn í 100 metra hlaupi á HM í nótt. AP/Charlie Riedel Shelly-Ann Fraser-Pryce gerði nokkuð sem engri manneskju hefur tekist þegar hún, 35 ára gömul, varð í nótt heimsmeistari í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Oregon í Bandaríkjunum. Fraser-Pryce varð heimsmeistari í greininni í fimmta sinn á ferlinum, og í annað sinn frá því að hún varð móðir árið 2017. Engum hefur áður tekist að vinna fimm heimsmeistaratitla í sömu einstaklingsgrein í hlaupum en Fraser-Pryce stimplaði sig fyrst inn sem fljótasta kona heims þegar hún vann 100 metra hlaupið á HM árið 2009, fyrir þrettán árum. Jamaíka átti alla þrjá verðlaunahafana í 100 metra hlaupinu í nótt því á eftir Fraser-Pryce, sem hljóp á 10,67 sekúndum og setti mótsmet, komu Shericka Jackson og Elaine Thompson-Herah og unnu silfur og brons. Shelly-Ann Fraser-Pryce leads a Jamaican clean sweep in the women's 100m It's her fifth 100m world title! Shelly-Ann Fraser Pryce 10.67 (0.8) CR Shericka Jackson 10.73 Elaine Thompson-Herah 10.81Dina Asher-Smith equals her 100m British record of 10.83 in fourth pic.twitter.com/MC0N6SXfm2— AW (@AthleticsWeekly) July 18, 2022 „Mér finnst ég njóta blessunar að búa yfir þessum hæfileikum enn þegar ég er orðin 35 ára, búin að eiga barn og er enn að, og vonandi get ég orðið öðrum konum hvatning til að sjá hvað þær geta afrekað á sínu ferðalagi,“ sagði Fraser-Pryce. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu oft ég hef lent í bakslagi og þurft að rísa upp aftur en enn og aftur næ ég hingað,“ bætti hún við en Fraser-Pryce hefur nú unnið samtals tíu heimsmeistaratitla, í 100 og 200 metra hlaupum og 4x100 metra boðhlaupi. „Þessi heimsmeistaratitill er samt í uppáhaldi. Að ná þessu 35 ára. Já, ég sagði 35 ára,“ sagði Fraser-Pryce sem kvaðst engan áhuga hafa á að hætta að keppa á meðan að sér liði enn eins og hún gæti hlaupið hraðar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira
Fraser-Pryce varð heimsmeistari í greininni í fimmta sinn á ferlinum, og í annað sinn frá því að hún varð móðir árið 2017. Engum hefur áður tekist að vinna fimm heimsmeistaratitla í sömu einstaklingsgrein í hlaupum en Fraser-Pryce stimplaði sig fyrst inn sem fljótasta kona heims þegar hún vann 100 metra hlaupið á HM árið 2009, fyrir þrettán árum. Jamaíka átti alla þrjá verðlaunahafana í 100 metra hlaupinu í nótt því á eftir Fraser-Pryce, sem hljóp á 10,67 sekúndum og setti mótsmet, komu Shericka Jackson og Elaine Thompson-Herah og unnu silfur og brons. Shelly-Ann Fraser-Pryce leads a Jamaican clean sweep in the women's 100m It's her fifth 100m world title! Shelly-Ann Fraser Pryce 10.67 (0.8) CR Shericka Jackson 10.73 Elaine Thompson-Herah 10.81Dina Asher-Smith equals her 100m British record of 10.83 in fourth pic.twitter.com/MC0N6SXfm2— AW (@AthleticsWeekly) July 18, 2022 „Mér finnst ég njóta blessunar að búa yfir þessum hæfileikum enn þegar ég er orðin 35 ára, búin að eiga barn og er enn að, og vonandi get ég orðið öðrum konum hvatning til að sjá hvað þær geta afrekað á sínu ferðalagi,“ sagði Fraser-Pryce. „Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hversu oft ég hef lent í bakslagi og þurft að rísa upp aftur en enn og aftur næ ég hingað,“ bætti hún við en Fraser-Pryce hefur nú unnið samtals tíu heimsmeistaratitla, í 100 og 200 metra hlaupum og 4x100 metra boðhlaupi. „Þessi heimsmeistaratitill er samt í uppáhaldi. Að ná þessu 35 ára. Já, ég sagði 35 ára,“ sagði Fraser-Pryce sem kvaðst engan áhuga hafa á að hætta að keppa á meðan að sér liði enn eins og hún gæti hlaupið hraðar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira