Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 12:03 Viaplay náði tímabundnu samkomulagi við danska kvikmyndaframleiðendur og Create Denmark sem þýðir að framleiðsla á þeim verkefnum sem fóru í stopp í júní mun hefjast að nýju. Getty/Jakub Porzycki Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Auk Viaplay og samtaka kvikmyndaframleiðenda tekur Create Denmark þátt í samkomulaginu en það eru óhagnaðardrifin samtök sem berjast fyrir bættum réttindum listamanna þegar kemur að stafrænum hugverkum og samningum. Þrátt fyrir að samkomulagið sé einungis tímabundið segir í fréttatilkynningu Viaplay að allir aðilar viðriðnir samkomulagið vilji vinna að langtímalausn og ætli að halda áfram umræðum í haust. „Við erum ánægð að við skyldum hafa náð tímabundinni lausn og viljum þakka Create Denmark og samtökum kvikmyndaframleiðenda fyrir uppbybggilega nálgun þeirra í þessu ferli. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, en við verðum líka að muna að það eru aðrar áskoranir í dönskum fjölmiðlamarkaði sem verður að takast á við og finna lausn á,“ sagði Filippa Wallestam, fulltrúi Viaplay Group. Neituðu að deila gróðanum með framleiðendum Streymisveiturnar Netflix, Viaplay og TV2 Play ákváðu í júní að hætta framleiðslu á öllu leiknu sjónvarpsefni á dönsku. Ástæðan var nýr samningur í Danmörku sem tryggði framleiðendum, leikstjórum og leikurum prósentu af gróðanum sem fékkst af streymi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samningar dönsku kvikmyndaframleiðendanna voru gerðir í kjölfar sambærilegra samninga sem voru gerðir í Sviss nýlega og þar áður í Portúgal, Frakklandi og Ítalíu. Eftir dönsku samningana tilkynntu streymisveiturnar þrjár að þær hygðust hætta framleiðslu á leiknu dönsku sjónvarpsefni og fór þá fjöldi verkefna í stopp. Nú hefur Viaplay ákveðið að gefa eftir og hefja framleiðslu að nýju en TV2 Play og Netflix hafa hins vegar ekki enn breytt afstöðu sinni. Danmörk Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Auk Viaplay og samtaka kvikmyndaframleiðenda tekur Create Denmark þátt í samkomulaginu en það eru óhagnaðardrifin samtök sem berjast fyrir bættum réttindum listamanna þegar kemur að stafrænum hugverkum og samningum. Þrátt fyrir að samkomulagið sé einungis tímabundið segir í fréttatilkynningu Viaplay að allir aðilar viðriðnir samkomulagið vilji vinna að langtímalausn og ætli að halda áfram umræðum í haust. „Við erum ánægð að við skyldum hafa náð tímabundinni lausn og viljum þakka Create Denmark og samtökum kvikmyndaframleiðenda fyrir uppbybggilega nálgun þeirra í þessu ferli. Þetta er mikilvægt fyrsta skref, en við verðum líka að muna að það eru aðrar áskoranir í dönskum fjölmiðlamarkaði sem verður að takast á við og finna lausn á,“ sagði Filippa Wallestam, fulltrúi Viaplay Group. Neituðu að deila gróðanum með framleiðendum Streymisveiturnar Netflix, Viaplay og TV2 Play ákváðu í júní að hætta framleiðslu á öllu leiknu sjónvarpsefni á dönsku. Ástæðan var nýr samningur í Danmörku sem tryggði framleiðendum, leikstjórum og leikurum prósentu af gróðanum sem fékkst af streymi kvikmynda og sjónvarpsþátta. Samningar dönsku kvikmyndaframleiðendanna voru gerðir í kjölfar sambærilegra samninga sem voru gerðir í Sviss nýlega og þar áður í Portúgal, Frakklandi og Ítalíu. Eftir dönsku samningana tilkynntu streymisveiturnar þrjár að þær hygðust hætta framleiðslu á leiknu dönsku sjónvarpsefni og fór þá fjöldi verkefna í stopp. Nú hefur Viaplay ákveðið að gefa eftir og hefja framleiðslu að nýju en TV2 Play og Netflix hafa hins vegar ekki enn breytt afstöðu sinni.
Danmörk Netflix Bíó og sjónvarp Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira