Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 14:02 Harry Kane er draumaframherji Bayern München. Han Myung-Gu/Getty Images Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið. Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira