Zlatan er fæddur árið 1981 og verður því 41 árs gamall í byrjun október á þessu ári. Flestir knattspyrnumenn eru löngu búnir að leggja skóna á hilluna áður en þeir komast á fimmtugsaldurinn, en Zlatan er ekki beint eins og flestir knattspyrnumenn.
Þessi fertugi framherji lék aðeins 23 deildarleiki á seinasta tímabili með AC Milan, en hann hefur verið frá keppni síðan í maí þegar hann fór í aðgerð á hné. Hann sagði síðar frá því að hann hafi leikið með slitið krossband og að hann hafi varla sofið í sex mánuði fyrir verkjum.
Nýi samningurinn sem Zlatan skrifaði undir gildir út næsta tímabil, en búist er við því að hann snúi aftur á völlinn eftir meiðsli í nóvember.
Official Statement: @Ibra_official ➡️ https://t.co/8BgZOIZ2Lv
— AC Milan (@acmilan) July 18, 2022
Comunicato Ufficiale: Zlatan Ibrahimović ➡️ https://t.co/0A2sQdJppp#ReadyToLeaveAMark #SempreMilan pic.twitter.com/GN44NS1cLJ