Sagðist saklaus af hatursglæpum Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2022 17:02 Payton Gendron í dómsal í maí. Getty/Scott Olson Maðurinn sem sakaður er um að myrða tíu manns í skotárás í Buffalo í New York fyrr á árinu, segist saklaus af ákærum um hatursglæpi. Payton Gendron er hvítur og er sakaður um að hafa ferðast til Buffalo til að myrða þeldökkt fólk. Gendron var færður fyrir alríkisdómstól í dag en þar stendur hann frammi fyrir 27 ákærðum sem varða meðal annars hatursglæpi og hryðjuverk. Saksóknarar halda því fram að hann hafi skipulagt ódæðið vel og hafi markvisst myrt eldra og berskjaldað fólk. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York-ríki. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Hann streymdi frá árásinni á netinu en áður en starfsmenn streymisveitunnar Twitch slitu á útsendinguna mátti sjá hann stöðva bíl sinn fyrir utan matvöruverslun í Buffalo og hefja skothríðina. Því næst fór hann þar inn og elti uppi fólk og skaut það til bana. Áður en útsendingin var stöðvuð mátti sjá hvítan mann verða á vegi Gendrons, en þegar maðurinn kallaði á hjálp baðst árásarmaðurinn afsökunar og hlífði honum. Auk þeirra tíu sem dóu, særðust þrír í árásinni en Gendron gafst upp þegar lögregluþjóna bar að garði. AP fréttaveitan segir að enn sé verið að skoða hvort krefjast eigi dauðadóms í málinu. Auk þess að vera með hálfsjálfvirkan Bushmaster XM-15 riffil, var Gendron einnig með hlaðna haglabyssu, hefðbundin riffil og skotfæri í bílnum. Saksóknarar segja Gendron vera rasískan öfgamann og hann hafi ítrekað lýst skoðunum í takt við það á netinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaður skotinn af vegfaranda Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda. 18. júlí 2022 11:11 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. 15. júní 2022 17:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Gendron var færður fyrir alríkisdómstól í dag en þar stendur hann frammi fyrir 27 ákærðum sem varða meðal annars hatursglæpi og hryðjuverk. Saksóknarar halda því fram að hann hafi skipulagt ódæðið vel og hafi markvisst myrt eldra og berskjaldað fólk. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York-ríki. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Hann streymdi frá árásinni á netinu en áður en starfsmenn streymisveitunnar Twitch slitu á útsendinguna mátti sjá hann stöðva bíl sinn fyrir utan matvöruverslun í Buffalo og hefja skothríðina. Því næst fór hann þar inn og elti uppi fólk og skaut það til bana. Áður en útsendingin var stöðvuð mátti sjá hvítan mann verða á vegi Gendrons, en þegar maðurinn kallaði á hjálp baðst árásarmaðurinn afsökunar og hlífði honum. Auk þeirra tíu sem dóu, særðust þrír í árásinni en Gendron gafst upp þegar lögregluþjóna bar að garði. AP fréttaveitan segir að enn sé verið að skoða hvort krefjast eigi dauðadóms í málinu. Auk þess að vera með hálfsjálfvirkan Bushmaster XM-15 riffil, var Gendron einnig með hlaðna haglabyssu, hefðbundin riffil og skotfæri í bílnum. Saksóknarar segja Gendron vera rasískan öfgamann og hann hafi ítrekað lýst skoðunum í takt við það á netinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaður skotinn af vegfaranda Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda. 18. júlí 2022 11:11 Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13 Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. 15. júní 2022 17:54 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Árásarmaður skotinn af vegfaranda Þrír voru skotnir til bana og tveir særðir eftir að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Greenwood, úthverfi Indianapolis, í Indiana í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af vopnuðum 22 ára gömlum vegfaranda. 18. júlí 2022 11:11
Mega ekki setja takmörk á vopnaburð á almannafæri Hæstiréttur Bandaríkjanna ógilti lög sem settu takmarkanir við skotvopnaburði í New York sem þýðir að mun fleiri geta gengið um vopnaðir í stærstu borgum landsins í dag. Dómurinn kemur á sama tíma og Bandaríkjaþing er nálægt því að samþykkja nýjar takmarkanir á skotvopn í fyrsta skipti í áratugi. 23. júní 2022 15:13
Fjöldamorðinginn í Buffalo ákærður fyrir hatursglæpi Bandarískri alríkissaksóknarar ákærðu átján ára gamlan karlmann sem myrti tíu manns í stórverslun í Buffalo í síðasta mánuði fyrir hatursglæpi í dag. Yfirvöld telja að kynþáttahatur hafi verið tilefni fjöldamorðsins. 15. júní 2022 17:54