Sam Kerr fyrsta konan til að verða andlit FIFA Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2022 12:00 Sam Kerr verður fyrsta konan til að vera andlit heimsútgáfu tölvuleiksins FIFA. Ivan Yordanov/MI News/NurPhoto via Getty Images Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr, leikmaður Chelsea, verður fyrsta konan til að verða andlit heimsútgáfu tölvuleiksins FIFA þegar FIFA 23 kemur út í haust. Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports kynnti í gær nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningunni kemur fram að Kerr muni vera andlit leiksins, ásamt frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappé. Franski framherjinn er andlit leiksins þriðja árið í röð. Presenting your #FIFA23 Cover Stars:@samkerr1 and @KMbappe ⭐️⭐️Two phenomenal forces up front.One ultimate strike partnership. See the full reveal on July 20 ➡ https://t.co/yjXnlCteDR pic.twitter.com/oOWyqoqBzB— EA SPORTS FIFA (@EASPORTSFIFA) July 18, 2022 Þetta verður í fyrsta skipti sem kona verður andlit heimsútgáfu leiksins sem kom fyrst út árið 1993 og hét þá FIFA International Soccer, en síðan eru liðin tæp þrjátíu ár. Þetta verður þó ekki í fyrsta skipti sem kona verður andlit leiksins. Árið 2016 var hin bandaríska Alex Morgan sem prýddi forsíðu leiksins í heimalandinu og Christine Sinclair, fyrirliði kanadíska landsliðsins, var á útgáfunni í Kanada. Kerr átti frábært tímabil með Chelsea í ensku WSL-deildinni á seinasta tímabili þar sem liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og FA-bikarinn. Hún varð markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum, og var valin leikmaður tímabilsins af samtökum knattspyrnublaðamanna. Þetta verður áttunda árið í röð þar sem hægt verður að spila með kvennaliðum í leiknum. Hingað til hefur þó aðeins verið hægt að spila með kvennalandslið, en líklegt þykir að enska WSL-deildin verði með í þessari útgáfu. Þá verður þetta seinasta útgáfa FIFA-leiksins sem verður gefin út af EA Sports þar sem samningaviðræður tölvuleikjaframleiðandans við alþjóðaknattspyrnusambandið sigldu í strand í vor. Fótbolti Rafíþróttir FIFA Tengdar fréttir EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports kynnti í gær nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningunni kemur fram að Kerr muni vera andlit leiksins, ásamt frönsku stórstjörnunni Kylian Mbappé. Franski framherjinn er andlit leiksins þriðja árið í röð. Presenting your #FIFA23 Cover Stars:@samkerr1 and @KMbappe ⭐️⭐️Two phenomenal forces up front.One ultimate strike partnership. See the full reveal on July 20 ➡ https://t.co/yjXnlCteDR pic.twitter.com/oOWyqoqBzB— EA SPORTS FIFA (@EASPORTSFIFA) July 18, 2022 Þetta verður í fyrsta skipti sem kona verður andlit heimsútgáfu leiksins sem kom fyrst út árið 1993 og hét þá FIFA International Soccer, en síðan eru liðin tæp þrjátíu ár. Þetta verður þó ekki í fyrsta skipti sem kona verður andlit leiksins. Árið 2016 var hin bandaríska Alex Morgan sem prýddi forsíðu leiksins í heimalandinu og Christine Sinclair, fyrirliði kanadíska landsliðsins, var á útgáfunni í Kanada. Kerr átti frábært tímabil með Chelsea í ensku WSL-deildinni á seinasta tímabili þar sem liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn og FA-bikarinn. Hún varð markahæsti leikmaður deildarinnar með 20 mörk í 22 leikjum, og var valin leikmaður tímabilsins af samtökum knattspyrnublaðamanna. Þetta verður áttunda árið í röð þar sem hægt verður að spila með kvennaliðum í leiknum. Hingað til hefur þó aðeins verið hægt að spila með kvennalandslið, en líklegt þykir að enska WSL-deildin verði með í þessari útgáfu. Þá verður þetta seinasta útgáfa FIFA-leiksins sem verður gefin út af EA Sports þar sem samningaviðræður tölvuleikjaframleiðandans við alþjóðaknattspyrnusambandið sigldu í strand í vor.
Fótbolti Rafíþróttir FIFA Tengdar fréttir EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
EA og FIFA slíta samstarfinu eftir að samningar sigldu í strand Tölvuleikjaframleiðandinn Electronic Arts og Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafa slitið samstarfi sínu eftir tæplega þriggja áratuga langt samstarf. 10. maí 2022 20:00