Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 11:45 Lokað verður fyrir almenna umferð um Rauðarárstíg milli Laugavegar og Gasstöðvarinnar þegar framkvæmdum lýkur. Vísir/Samsett Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við endurgerð lagna og yfirborðs göturýmis frá Bríetartúni að Gasstöðinni á Hlemmi ljúki vorið 2023. Þetta er þó aðeins fyrsti kaflinn í framkvæmdum á nýju torgi á Hlemmi. „Nú erum við að tala um framkvæmdir á Rauðarárstíg og einhverju leyti við Laugaveg sem eru hluti af því að innleiða nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm,“ segir Alexandra Briem formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf „Þar er stóra hugmyndin að hætta að vera með almenna bílaumferð á Hlemmsvæðinu og breyta þessu í torg fyrir hjólandi og gangandi, sem er stefnan með þetta svæði.“ Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað. Þá er gert ráð fyrir að Rauðarárstíg verði lokað til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi. „Þar verða sett upp stæði fyrir fólk með fötlun, þar verða sett upp hleðslustæði og þar verður komið fyrir stæðum fyrir leigubíla að bíða,“ segir Alexandra. „Þetta er í sjálfu séð varanleg breyting, það verður ekki opnað aftur á almenna bílaumferð um Hlemmstorgið þessa leið.“ Gera megi ráð fyrir nokkru raski af framkvæmdunum þar sem töluverð klöpp er í Rauðarárstíg. Gert er ráð fyrir hávaða af bæði sprengingum og fleygun á vinnutíma í um þrjá mánuði. Þá verði einhverjar breytingar gerðar á akstursleið Strætó um svæðið. „Það verða breytingar í því hvernig Strætó kemur að Hlemmi, því verður eitthvað aðeins breytt, og það þarf eitthvað að hreyfast til eftir því hvernig framkvæmdir verða á þessu svæði. Endanleg niðurstaða verður öðruvísi útfærð þó endanleg niðurstaða verður auðvitað að Hlemmur verði áfram svona miðstöð,“ segir Alexandra. Reykjavík Skipulag Umferð Tengdar fréttir Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við endurgerð lagna og yfirborðs göturýmis frá Bríetartúni að Gasstöðinni á Hlemmi ljúki vorið 2023. Þetta er þó aðeins fyrsti kaflinn í framkvæmdum á nýju torgi á Hlemmi. „Nú erum við að tala um framkvæmdir á Rauðarárstíg og einhverju leyti við Laugaveg sem eru hluti af því að innleiða nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm,“ segir Alexandra Briem formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf „Þar er stóra hugmyndin að hætta að vera með almenna bílaumferð á Hlemmsvæðinu og breyta þessu í torg fyrir hjólandi og gangandi, sem er stefnan með þetta svæði.“ Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað. Þá er gert ráð fyrir að Rauðarárstíg verði lokað til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi. „Þar verða sett upp stæði fyrir fólk með fötlun, þar verða sett upp hleðslustæði og þar verður komið fyrir stæðum fyrir leigubíla að bíða,“ segir Alexandra. „Þetta er í sjálfu séð varanleg breyting, það verður ekki opnað aftur á almenna bílaumferð um Hlemmstorgið þessa leið.“ Gera megi ráð fyrir nokkru raski af framkvæmdunum þar sem töluverð klöpp er í Rauðarárstíg. Gert er ráð fyrir hávaða af bæði sprengingum og fleygun á vinnutíma í um þrjá mánuði. Þá verði einhverjar breytingar gerðar á akstursleið Strætó um svæðið. „Það verða breytingar í því hvernig Strætó kemur að Hlemmi, því verður eitthvað aðeins breytt, og það þarf eitthvað að hreyfast til eftir því hvernig framkvæmdir verða á þessu svæði. Endanleg niðurstaða verður öðruvísi útfærð þó endanleg niðurstaða verður auðvitað að Hlemmur verði áfram svona miðstöð,“ segir Alexandra.
Reykjavík Skipulag Umferð Tengdar fréttir Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45
Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. 4. maí 2022 07:02