Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2022 19:51 Svona mun Hlemmur líta út eftir nokkur ár ef allt fer samkvæmt áætlun. Mandaworks/DLD Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni verður Rauðarárstígur að botnlanga við Gasstöðina þar sem pláss verður fyrir bíla til að snúa við, gerð verða stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði, leigubílastæði og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Framkvæmdirnar hófust fyrir helgi en gert er ráð fyrir að verki ljúki næsta vor en framkvæmdir við Hlemm munu þó halda áfram. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf Útboð fyrir næsta áfanga er þegar hafið en það er vegkafli Laugavegar milli Hlemms og Snorrabrautar. Áfram verður þó opið um veginn í kring um Hlemm svo Strætó geti ekið þar óhindrað. Þar á að setja niður gróður, setsvæði, hjólastæði og óformleg leikrými auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið í göturýmið en þegar framkvæmdum lýkur verður Laugavegur milli Snorrabrautar alla leið að Katrínartúni lokaður fyrir umferð. Strætisvagnar einir munu keyra um Laugaveg frá Katrínartúni og um Hverfisgötu við Hlemm, þar sem stoppistöðvum verður komið fyrir. Hér má sjá hvernig Hlemmtorg, sunnan við Hverfisgötu, verður afmarkað. Lokað verður á bílaumferð um Rauðarárstíg frá Stórholti, Laugaveg austur af Snorrabraut og aðeins strætisvagnar fá að aka um Hverfisgötu.Mandaworks/DLD Auk þess verður Rauðarárstíg sunnan við Hlemm lokað að Stórholti og Þverholt verður lokað fyrir almenna umferð. Á torginu sem myndast með þessu við Hlemm er gert ráð fyrir að rísi byggingar, með mismunandi starfsemi, og þar verði gott útisvæði fyrir gesti og gangandi. Skipulag Reykjavík Umferð Tengdar fréttir Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni verður Rauðarárstígur að botnlanga við Gasstöðina þar sem pláss verður fyrir bíla til að snúa við, gerð verða stæði fyrir fatlaða, rafhleðslustæði, leigubílastæði og aðstaða fyrir gangandi og hjólandi. Framkvæmdirnar hófust fyrir helgi en gert er ráð fyrir að verki ljúki næsta vor en framkvæmdir við Hlemm munu þó halda áfram. Hér má sjá breytingar sem fyrirhugaðar eru á Rauðarárstíg við gatnamót Bríetartúns. Vegurinn verður lokaður við Hlemm, þar sem bílastæði verða fyrir fatlaða og hringtorg fyrir umferð til að snúa við.VSÓ ráðgjöf Útboð fyrir næsta áfanga er þegar hafið en það er vegkafli Laugavegar milli Hlemms og Snorrabrautar. Áfram verður þó opið um veginn í kring um Hlemm svo Strætó geti ekið þar óhindrað. Þar á að setja niður gróður, setsvæði, hjólastæði og óformleg leikrými auk þess sem gert verður ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið í göturýmið en þegar framkvæmdum lýkur verður Laugavegur milli Snorrabrautar alla leið að Katrínartúni lokaður fyrir umferð. Strætisvagnar einir munu keyra um Laugaveg frá Katrínartúni og um Hverfisgötu við Hlemm, þar sem stoppistöðvum verður komið fyrir. Hér má sjá hvernig Hlemmtorg, sunnan við Hverfisgötu, verður afmarkað. Lokað verður á bílaumferð um Rauðarárstíg frá Stórholti, Laugaveg austur af Snorrabraut og aðeins strætisvagnar fá að aka um Hverfisgötu.Mandaworks/DLD Auk þess verður Rauðarárstíg sunnan við Hlemm lokað að Stórholti og Þverholt verður lokað fyrir almenna umferð. Á torginu sem myndast með þessu við Hlemm er gert ráð fyrir að rísi byggingar, með mismunandi starfsemi, og þar verði gott útisvæði fyrir gesti og gangandi.
Skipulag Reykjavík Umferð Tengdar fréttir Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45 Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19. júlí 2022 11:45
Hefjast handa við fyrsta áfanga Hlemmtorgs Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar. 19. júlí 2022 08:45