Vandræði á EM sigraði smásagnakeppnina Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. júlí 2022 18:37 Forsíðumynd lestrarátaksins Tími til að lesa. Mynd fengin af heimasíðu verkefnisins. Tími til að lesa Lestrarátakinu „Tími til að lesa“ lauk í kvöld og var það hin ellefu ára Edda Björg Einarsdóttir sem sigraði keppnina með sögunni „Vandræði á EM.“ Gunnar Helgason rithöfundur og fótboltaaðdáandi með meiru tilkynnti nú fyrr í kvöld sigurvegara smásagnakeppninnar í tengslum við lestrarátakið „Tími til að lesa.“ Smásagnakeppnin er í tengslum við EM kvenna en í verðlaun var ferð á útileik með kvennalandsliði Íslands í fótbolta og landsliðstreyja. Á myndbandinu hér fyrir ofan má sjá Gunnar tilkynna Eddu að hún hafi unnið keppnina. Sögu Eddu má lesa hér að neðan en hún er fengin af Facebook síðu verkefnisins. Vandræði á EM Fyrsti kafli - Surprise „"SURPRISE!" sagði pabbi um leið og hann rauk inn i herbergið mitt. Ég opnaði augun stirðlega og leit á pabba sem hélt á tveimur flugmiðum og veifaði þeim hátt yfir höfði sér. "Við erum að fara til Englands að horfa á leikinn hennar Svandísar". "Erum við að fara til Englands að horfa á leikinn?" sagði ég og glaðvaknaði. "Já elskan, pakkaðu dótinu þínu, við eigum pantað flug eftir fimm klukkutíma". " Ertu ekki að grínast?", sagði ég og hoppaði upp úr rúminu minu og knúsaði pabba. "Ertu að segja satt?" spurði ég, ennþá ekki alveg viss hvort pabbi væri að grínast í mér. "Ég er hundrað prósent viss" sagði pabbi og var svo glaður að hann réði sér ekki fyrir kæti. "Farðu að pakka dótinu þínu, við megum ekki vera sein i flugið" sagði pabbi glaðlega um leið og hann labbaði út úr herberginu mínu til að klæða sig sjálfur enda bara i náttbuxum og slitnum bol. Svo mætti hann einnig reyna greiða rauða lubbann sinn. Mamma og pabbi voru eins og svart og hvítt. Pabbi var frekar hávaxin og minnti helst á tröll á meðan mamma var lágvaxin, næstum því dvergvaxin, dökkhærð og fíngerð enda frá Frakklandi. Þau höfðu kynnst í Háskóla Íslands, orðið svakalega skotin í hvort öðru og ég varð til. Nú voru þau ekki lengur skotin í hvort öðru, mamma flutti aftur til Frakklands og var nýkomin með nýjan kærasta, hann Hugo. Mamma var oft búin að reyna sannfæra mig um að koma og búa hjá sér í Frakklandi en ég harðneitaði. Mér fannst gott að búa á Íslandi, þar voru allir vinir mínir, fótboltaliðið mitt, Snati sæti hvolpurinn minn, amma og afi og auðvitað pabbi. Einhver varð nú að passa hann. Og miðað við hvað hann var klaufalegur á stefnumótum var ekki líklegt að hann nældi sér í kærustu alveg í bráð. Og svo hringdi síminn.“ Annar kafli - Símhringingin „"Hæ elskan. Ég er með frábærar fréttir" sagði mamma með sínum franska hreim. "Nú hverjar eru þær? spurði ég. Æ nei ekki biðja mig enn eina ferðina hvort ég vilji flytja til Frakklands hugsaði ég og gretti mig svolítið. "Við erum að fara í stelpuferð til Englands til að horfa á leikinn hennar Bilbault. Manstu ég var búin að segja þér frá henni - frænka Hugo". Ég svaraði "Já hún, þessi brúnhærða!" - Ég mundi ekkert eftir henni og fannst þetta góð vörn hjá mér. "Já einmitt hún" sagði mamma og bætti svo við "ertu ekki til í þetta"? Mér vafðist tunga um tönn - hvað átti ég að segja - pabbi var búinn bjóða mér á sama leik - þau þekktu bæði leikmann í hvoru liði og héldu auðvitað með sitthvoru liðinu. "Ræddu við pabba" sagði ég óörugg. Mamma svaraði "Eins og þú vilt - ég ræði við hann". Ég rétti pabba símann - þetta yrði nú eitthvað, þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu. Ég gekk fram í eldhús en heyrði óminn af rifildi þeirra. Ég heyrði pabba segja: "Ég var búinn að bjóða henni á undan þér enda heldur hún alveg örugglega með Íslandi", svo þagði pabbi nokkra stund. Mamma var pottþétt að lesa yfir pabba. Eftir smá þras fóru þau að "sættast" og reyndu að tala á rólegu nótunum við hvert annað. Svo kom pabbi inn í eldhús. "Við förum öll saman á leikinn á morgun, við hittum mömmu þína við leikvanginn" sagði pabbi þreytulegur en reyndi að bera sig vel. Ó nei - þetta verður vesen hugsaði ég meðan ég skóflaði upp í mig Cheeriosinu.“ Þriðji kafli - Vandræðalegt „Pabbi leit á klukkuna áhyggjufullur - mamma var sein eins og alltaf. "Þessi Frakkar kunna ekki á klukku" muldraði pabbi fyrir munni sér. Þá sáum við mömmu koma út úr mannþrönginni. Hún var í bol merktum Frakklandi, á meðan pabbi var í íslenska búningnum. Ég var bara ég sjálf, í svarta nike bolnum mínum og reyndi að halda kúlinu. Ég vildi ekki særa annað þeirra með því að velja eitt lið. Mamma leit á mig hissa "Af hverju komstu ekki í flotta franska landliðsbolnum sem ég gaf þér í jólagjöf" sagði mamma með þessum skrýtna franska hreim, augljóslega örlítið sár. Þá sagði pabbi "Í fyrsta lagi, afhverju ertu svona sein og í öðru lagi þá má hún bara vera í því sem hún vill". Pabbi var augljóslega pirraður en reyndi að vera rólegur sem gekk nú ekki sérstaklega vel. Hann andaði djúpt til að róa sig niður. "Jæja, eigum við að koma inn á leikvagninn", sagði ég um leið mamma var búin að knúsa mig. "Já endilega", sagði mamma og við gengum af stað. Þegar að við komum inn á leikvanginn þá vildi mamma sitja hjá Frökkunum og en pabbi hjá Íslendingunum. Mér leið eins og þau væru að toga í sitthvora hendina á mér og myndu toga þar til handleggirnir slitnuðu af mér. "Hvað með að sitja á hlutlausu svæði?", spurði ég. Þau samþykktu það með semingi. Við fórum að velja okkur sæti. Mamma vildi setjast fremst til að vera næst leiknum en pabbi hélt að það væri best að vera aftast því þar hefði maður góða yfirsýn. Guð minn góður, þau rífast yfir öllu hugsaði ég og reyndi að sleppa því að ranghvolfa í mér augunum. "Setjumst bara í miðjuna", sagði ég ákveðin og þangað héldum við. Hvernig stóð á því að ellefu ára stelpa þyrfti að halda friðinn hjá tveimur fertugum. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá Íslendingum. Á fyrstu mínútunni skoruðu Frakkar og mamma fagnaði eins og brjáluð. Við pabbi vorum ekki jafn sátt en ég var búin að ákveða að fagna bara inn í mér þegar liðin skoruðu. Mamma og pabbi fóru að pexa út af bókstaflega öllu. Á sama tíma gekk Íslendingum ekki vel inn á vellinum, náðu í mesta lagi fimm sendingum og þá náðu Frakkarnir boltanum. Svo tæklaði ein í íslenska liðinu frænku Hugos og hún fór slösuð út af. Mamma varð alveg snar en ég sá að það hlakkaði svolítið í pabba og það kom smá glott á varir hans. Nú jókst rifildrið heldur og minnti nokkuð á leikinn sjálfann. Mamma renndi sér í tæklingu á pabba og hann reyndi að verjast með léttri gabbhreyfingu og snéri vörn í sókn. Fólk var farið að gefa okkur auga og ég skammaðist mín niður í tær. Mamma virtist hafa yfirhöndina en í blálokin fékk pabbi víti og skoraði. Pabbi fagnaði og svipurinn á mömmu var ekki góður. En nú var mér nóg boðið - ég sagði hátt og skýrt "Stop! Ef þið hættið þessu ekki mun ég halda með Ítalíu hér eftir". Mamma og pabbi steinþögnuðu og hrópuðu "Ítalíu" frekar hissa. Ég útskýrði fyrir þeim hvernig mér leið og þau dauðskömmuðust sín bæði tvö, knúsuðu mig og sömdu um jafntefli - alveg eins og leikurinn sjálfur fór.“ Endir Höfundur sögunnar er Edda Björg Einarsdóttir EM 2022 í Englandi Bókmenntir Menning Krakkar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
Gunnar Helgason rithöfundur og fótboltaaðdáandi með meiru tilkynnti nú fyrr í kvöld sigurvegara smásagnakeppninnar í tengslum við lestrarátakið „Tími til að lesa.“ Smásagnakeppnin er í tengslum við EM kvenna en í verðlaun var ferð á útileik með kvennalandsliði Íslands í fótbolta og landsliðstreyja. Á myndbandinu hér fyrir ofan má sjá Gunnar tilkynna Eddu að hún hafi unnið keppnina. Sögu Eddu má lesa hér að neðan en hún er fengin af Facebook síðu verkefnisins. Vandræði á EM Fyrsti kafli - Surprise „"SURPRISE!" sagði pabbi um leið og hann rauk inn i herbergið mitt. Ég opnaði augun stirðlega og leit á pabba sem hélt á tveimur flugmiðum og veifaði þeim hátt yfir höfði sér. "Við erum að fara til Englands að horfa á leikinn hennar Svandísar". "Erum við að fara til Englands að horfa á leikinn?" sagði ég og glaðvaknaði. "Já elskan, pakkaðu dótinu þínu, við eigum pantað flug eftir fimm klukkutíma". " Ertu ekki að grínast?", sagði ég og hoppaði upp úr rúminu minu og knúsaði pabba. "Ertu að segja satt?" spurði ég, ennþá ekki alveg viss hvort pabbi væri að grínast í mér. "Ég er hundrað prósent viss" sagði pabbi og var svo glaður að hann réði sér ekki fyrir kæti. "Farðu að pakka dótinu þínu, við megum ekki vera sein i flugið" sagði pabbi glaðlega um leið og hann labbaði út úr herberginu mínu til að klæða sig sjálfur enda bara i náttbuxum og slitnum bol. Svo mætti hann einnig reyna greiða rauða lubbann sinn. Mamma og pabbi voru eins og svart og hvítt. Pabbi var frekar hávaxin og minnti helst á tröll á meðan mamma var lágvaxin, næstum því dvergvaxin, dökkhærð og fíngerð enda frá Frakklandi. Þau höfðu kynnst í Háskóla Íslands, orðið svakalega skotin í hvort öðru og ég varð til. Nú voru þau ekki lengur skotin í hvort öðru, mamma flutti aftur til Frakklands og var nýkomin með nýjan kærasta, hann Hugo. Mamma var oft búin að reyna sannfæra mig um að koma og búa hjá sér í Frakklandi en ég harðneitaði. Mér fannst gott að búa á Íslandi, þar voru allir vinir mínir, fótboltaliðið mitt, Snati sæti hvolpurinn minn, amma og afi og auðvitað pabbi. Einhver varð nú að passa hann. Og miðað við hvað hann var klaufalegur á stefnumótum var ekki líklegt að hann nældi sér í kærustu alveg í bráð. Og svo hringdi síminn.“ Annar kafli - Símhringingin „"Hæ elskan. Ég er með frábærar fréttir" sagði mamma með sínum franska hreim. "Nú hverjar eru þær? spurði ég. Æ nei ekki biðja mig enn eina ferðina hvort ég vilji flytja til Frakklands hugsaði ég og gretti mig svolítið. "Við erum að fara í stelpuferð til Englands til að horfa á leikinn hennar Bilbault. Manstu ég var búin að segja þér frá henni - frænka Hugo". Ég svaraði "Já hún, þessi brúnhærða!" - Ég mundi ekkert eftir henni og fannst þetta góð vörn hjá mér. "Já einmitt hún" sagði mamma og bætti svo við "ertu ekki til í þetta"? Mér vafðist tunga um tönn - hvað átti ég að segja - pabbi var búinn bjóða mér á sama leik - þau þekktu bæði leikmann í hvoru liði og héldu auðvitað með sitthvoru liðinu. "Ræddu við pabba" sagði ég óörugg. Mamma svaraði "Eins og þú vilt - ég ræði við hann". Ég rétti pabba símann - þetta yrði nú eitthvað, þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu. Ég gekk fram í eldhús en heyrði óminn af rifildi þeirra. Ég heyrði pabba segja: "Ég var búinn að bjóða henni á undan þér enda heldur hún alveg örugglega með Íslandi", svo þagði pabbi nokkra stund. Mamma var pottþétt að lesa yfir pabba. Eftir smá þras fóru þau að "sættast" og reyndu að tala á rólegu nótunum við hvert annað. Svo kom pabbi inn í eldhús. "Við förum öll saman á leikinn á morgun, við hittum mömmu þína við leikvanginn" sagði pabbi þreytulegur en reyndi að bera sig vel. Ó nei - þetta verður vesen hugsaði ég meðan ég skóflaði upp í mig Cheeriosinu.“ Þriðji kafli - Vandræðalegt „Pabbi leit á klukkuna áhyggjufullur - mamma var sein eins og alltaf. "Þessi Frakkar kunna ekki á klukku" muldraði pabbi fyrir munni sér. Þá sáum við mömmu koma út úr mannþrönginni. Hún var í bol merktum Frakklandi, á meðan pabbi var í íslenska búningnum. Ég var bara ég sjálf, í svarta nike bolnum mínum og reyndi að halda kúlinu. Ég vildi ekki særa annað þeirra með því að velja eitt lið. Mamma leit á mig hissa "Af hverju komstu ekki í flotta franska landliðsbolnum sem ég gaf þér í jólagjöf" sagði mamma með þessum skrýtna franska hreim, augljóslega örlítið sár. Þá sagði pabbi "Í fyrsta lagi, afhverju ertu svona sein og í öðru lagi þá má hún bara vera í því sem hún vill". Pabbi var augljóslega pirraður en reyndi að vera rólegur sem gekk nú ekki sérstaklega vel. Hann andaði djúpt til að róa sig niður. "Jæja, eigum við að koma inn á leikvagninn", sagði ég um leið mamma var búin að knúsa mig. "Já endilega", sagði mamma og við gengum af stað. Þegar að við komum inn á leikvanginn þá vildi mamma sitja hjá Frökkunum og en pabbi hjá Íslendingunum. Mér leið eins og þau væru að toga í sitthvora hendina á mér og myndu toga þar til handleggirnir slitnuðu af mér. "Hvað með að sitja á hlutlausu svæði?", spurði ég. Þau samþykktu það með semingi. Við fórum að velja okkur sæti. Mamma vildi setjast fremst til að vera næst leiknum en pabbi hélt að það væri best að vera aftast því þar hefði maður góða yfirsýn. Guð minn góður, þau rífast yfir öllu hugsaði ég og reyndi að sleppa því að ranghvolfa í mér augunum. "Setjumst bara í miðjuna", sagði ég ákveðin og þangað héldum við. Hvernig stóð á því að ellefu ára stelpa þyrfti að halda friðinn hjá tveimur fertugum. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá Íslendingum. Á fyrstu mínútunni skoruðu Frakkar og mamma fagnaði eins og brjáluð. Við pabbi vorum ekki jafn sátt en ég var búin að ákveða að fagna bara inn í mér þegar liðin skoruðu. Mamma og pabbi fóru að pexa út af bókstaflega öllu. Á sama tíma gekk Íslendingum ekki vel inn á vellinum, náðu í mesta lagi fimm sendingum og þá náðu Frakkarnir boltanum. Svo tæklaði ein í íslenska liðinu frænku Hugos og hún fór slösuð út af. Mamma varð alveg snar en ég sá að það hlakkaði svolítið í pabba og það kom smá glott á varir hans. Nú jókst rifildrið heldur og minnti nokkuð á leikinn sjálfann. Mamma renndi sér í tæklingu á pabba og hann reyndi að verjast með léttri gabbhreyfingu og snéri vörn í sókn. Fólk var farið að gefa okkur auga og ég skammaðist mín niður í tær. Mamma virtist hafa yfirhöndina en í blálokin fékk pabbi víti og skoraði. Pabbi fagnaði og svipurinn á mömmu var ekki góður. En nú var mér nóg boðið - ég sagði hátt og skýrt "Stop! Ef þið hættið þessu ekki mun ég halda með Ítalíu hér eftir". Mamma og pabbi steinþögnuðu og hrópuðu "Ítalíu" frekar hissa. Ég útskýrði fyrir þeim hvernig mér leið og þau dauðskömmuðust sín bæði tvö, knúsuðu mig og sömdu um jafntefli - alveg eins og leikurinn sjálfur fór.“ Endir Höfundur sögunnar er Edda Björg Einarsdóttir
EM 2022 í Englandi Bókmenntir Menning Krakkar Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira