Erlent

Grunaður um að hafa reynt að smygla verki eftir Pi­casso til I­biza

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mynd af verkinu sem um ræðir.
Mynd af verkinu sem um ræðir. EPA-EFE/Civil Guard

Farþegi sem kom til flugi frá Sviss til Ibiza snemma í júlí er sagður hafa reynt að smygla teikningu eftir heimsfræga listamanninn Picasso með sér inn í landið. Teikningin er metin á meira en 460 þúsund Bandaríkjadali.

Einstaklingurinn er sagður hafa reynt að telja yfirvöldum trú um að teikningin væri ódýr eftirlíking en reikningur sem fannst í farangri farþegans frá listagalleríi í Zurich virtist staðfesta að teikningin væri í raun verk eftir Picasso. Á reikningnum kom fram að um verkið „Trois personnages“ eða „þrjár persónur“ frá árinu 1966 væri að ræða. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.

Svissnesk yfirvöld eru sögð hafa varað kollega sína á Ibiza við manninum og sagt hegðun hans vera grunsamlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×