„Búin að vera skrýtin stemning“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:01 Ólafur Jóhannesson vann tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla síðast þegar hann starfaði á Hlíðarenda. vísir/Hulda Margrét Þorkell Máni Pétursson segir Valsmenn hafa valið besta kostinn í stöðunni með því að ráða Ólaf Jóhannesson sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, eftir að ákveðið var að Heimir Guðjónsson myndi hætta. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira