Wickremesinghe tilheyrir stjórnmálaflokknum UNP, sem fer með yfirgnæfandi meirihluta á þingi, og naut stuðning flokksbræðra sinna í kjörinu um nýjan forseta. Hann er þó ekki vinsæll á meðal almennings og óvíst hvort öldurnar í landinu lægi eftir að hann náði kjöri en hann hefur í gegnum árin sex sinnum gegnt embætti forsætisráðherra og telst til valdameiri manna landsins og nátengdur Rajapaksa ættinni sem hefur verið við stjórnvölinn í Srí Lanka um árabil.
Í engu af þeim sex skiptum sem hann hefur verið útnefndur forsætisráðherra hefur hann náð að sitja heilt skipunartímabil.
Wicremesinghe hafði betur gegn flokksbróður sínum Dullas Alahapperuma. Fyrir kosninguna var hann talinn munu þóknast mótmælendum og stjórnarandtöðunni betur en Wickramesinghe, næði hann kjöri.
Þriðji frambjóðandinn var Anura Kumara Dissanayaka, leiðtogi vintriflokksins Janatha Vimukti Peramuna. Flokkurinn hefur að þrjá þingmenn á srílankska þinginu og hafði hann því takmarkaða möguleika á að ná kjöri.